Heimsmynd - 01.04.1990, Page 79

Heimsmynd - 01.04.1990, Page 79
Jakkinn á þessai Valentino tekur e eínkennisbúningi Margar konur eru þeirrar skoðunar að konur hafi þurft að leggja áherslu á hefð- bundnar dragtir sem ein- kennisbúninga undanfarinn áratug meðan þær voru að koma sér fyrir í hefðbundn- um karlastörfum. Nú séu margar þeirra orðnar það sjálfsöruggar að það skipti ekki öllu máli hverju þær klæðist. Aðalatriðið sé að þeim sjálfum líði vel. Þess vegna nota margar þeirra peysur við pils og jakka, skyrtur, boli eða lausar blúss- ur og eru ófeimnari við að vera í mjúkum, hlýjum litum í stað hins svarta sem hefur sett svip sinn á allt síðastliðin tíu ár. Blúnduefni eru enn ein nýjungin og þá er verið að tala um hversdagsklæðnað. Blúndubuxur, boli og jafnvel frakka. Litirnir eiga að vera mjúkir, fílabeinslit blúnda eða rjómalituð, en ekki svört nema á kvöldin. Hvítt virðist ráðandi litur vorsins. Margir nota gylltan lit með, bæði í bróderingum og skartgripum. Gylltar tölur virðast á öðrum hverjum Dragt frá Yves Saint Laurent vorið 1990. Buxur og blússa úr ullarjersey frá Soniu Rykiel. SONIA RYKIEL Fatnaður Soniu Rykiel, eins fremsta Parísarhönnuð- arins, sem fæst í versluninni Stíl á Hverfisgötu 39 er táknrænn fyrir þankagang tískunnar nú. Rykiel leggur mikla áherslu á þægindi samfara glæsileikanum og notar krepefni óspart í fatnað sinn, sem og ullarjersey og velúr. Svart hefur alltaf verið grunnliturinn í fatnaðinum frá Rykiel og hefur hún framleitt úr sömu gerð af krepefni og ullarjersey í mörg ár. Fatnaðurinn er dýr en á móti kemur að við jakkann frá því í fyrra má bæta við pilsi í ár, peysu eða blússu. Fatnaðurinn á myndinni er táknrænn fyrir lausu línuna sem er að ryðja sér til rúms í blússu og buxum úr ullarjersey fyrir vorið og fæst í svörtu, hvítu og beige. jakka sem framleiddur er. Gullkeðjur og armbönd eru enn vinsæl og perlurnar eru sígildari en nokkru sinni fyrr. Aðrar vinsælar litasamsetn- ingar vorsins eru rautt og bleikt sem lengi var næstum bannað, til dæmis rauður jakki með gylltum tölum við bleikt satínpils. Blátt og dökkblátt, ananasgult, olívu- grænt og bleikt eru einnig lit- ir vorsins að ógleymdum föl- um purpuralit. Dökkblátt er sígilt og Ralph Lauren er með jakka svipuðum þeim sem hermenn klæddust í þrælastríðinu forðum með gylltum tölum og gylltum lín- ingum í hálsinn. í kjólum, pilsum og blúss- um eru sniðin fljótandi eins og fötin sveipist um líkam- ann. Buxnasniðin eru víð og þægileg með þröngu mitti og breið belti eru áfram vinsæl. Jakkar eru gjarnan síðir og laussniðnir. I stað stuttra, þröngra pilsa eru komnar stuttbuxur. Bæði Armani og Yves Saint Laurent eru með pils sem eru tekin saman á hlið þannig að það myndast klauf fyrir miðju. Hælabandaskór eru vinsæl- ir f vorlínunni en annars lág- botna mokkasínur og svo strigaskórnir sígildu. Asfsk áhrif hönnuoarins Zang Toi koma fram f iitasamsetningu á dragt með rauðum jakka og bleiku pilsi.

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.