Heimsmynd - 01.04.1990, Page 81

Heimsmynd - 01.04.1990, Page 81
/ Ikvikmyndinni When Harry met Sally - sem Bíóborgin frumsýndi í mars og segir frá því þegar Harry hitti Sally - er línan í hárgreiðslunni undanfarin ár í hnotskurn. Billy Crystal er að vísu með sömu krullurnar út í gegn, allt frá því að hann er stúdent við Chicagohá- skóla um miðbik áttunda ára- tugar og þar til hann er orð- inn miðaldra uppi á miðri Manhattan og leikur veggja- tennis nokkrum sinnum í viku. Það er hárið á Meg Ryan sem vekur athygli. I upphafi er Carmenrúllu- greiðslan kirfilega negld nið- ur með lítra af hárlakki sem hún notar óspart. Næst er hún með snyrtilega blásið hár í axlasídd sem fer vel við bláu Ralph Lauren dragtina og loks hefur hún gefist upp fyr- ir eðlilegum liðum og lætur hárið flakka - svona næstum því. Það að vera vel snyrtur nútildags er ekki hið sama og að vera vel greiddur ef marka má biblíu tískuiðnað- arins Vogue. Það eru tvær leiðir til að láta hárið líta út fyrir að vera alveg eðlilegt eða ógreitt: Að greiða það alls ekki og að greiða það þannig að það virki ógreitt og láta það vera þannig til næsta hárþvottar. Upphaf þessarar eðlilegu greiðslu má rekja allt aftur til frönsku stjórnarbyltingarinnar fyrir tveimur öldum en upphafið í nútímanum má rekja til ít- alskra hárgreiðslumeistara aftur til ársins 1952. Þá var farið að tala um ítölsku lín- una í hárgreiðslu og átt við hár sem var tætt og stutt- klippt. Um 1957 fóru túber- ingar að komast í tísku og sala á hárlakki jókst úr öllu valdi. Heysátugreiðslurnar tóku við og einkenndu svo- kallaðar skvísur sem var nýyrði í íslensku um það leyti sem Viðreisnarstjórnin kom til valda. Skvísurnar (gott dæmi um slíka er sú sem var að þrífa eldhúsið í kvikmyndinni Kristnihald undir jökli í næl- HÁR Priscilla Preslev meö svarta,qfi8 SS»,EN«»44tt"nM1® Nleð hárið eðlileg' eða svona næstum því. Meg Rvan meö han0 eðlilegt eða , svona næstum pv'- onsokkum með Viceroy- pakka í vasanum) vildu helst ekki þvo hár sitt nema einu sinni til tvisvar í viku. Þær vissu sem var að ef hárið fitn- aði hélst túberingin betur. Skvísum þótti mjög þægilegt að sitja undir stórum hjálm- um hárþurrka, reykja Vicer- oy og fletta Vikunni eða Fálkanum. Þær settu stórar rúllur í hárið og undirbjuggu sig undir ball í Stapanum eða Glaumbæ og dreymdi um ánægjulegt hlutskipti Priscillu Presley með hina miklu svörtu heysátu. Þegar Rolling Stones urðu vinsælir fór greiðsla skvís- anna að skolast til. Það var ekki sniðugt lengur að vera með svona stífa heysátu. Sjálfsagt að safna miklu hári en greiðslan mátti ekki vera svona meðvituð. Afróstíllinn var kominn til sögunnar og hinar öfgarnar, slétt hár sem sumar straujuðu. Þegar ragmagnsrúllur komu á markaðinn varð bylting eins og sagði í auglýsingunni. Sítt hár varð liðað eins og á Meg Ryan í upphafi um- ræddrar kvikmyndar og stutt hár lyftist fyrir tilstuðlan þessarar miklu byltingar. Uti í heimi urðu hundrað fléttur á höfði vinsælt stundarfyrir- bæri sem náði hámarki með greiðslu Bo Derek í kvik- myndinni Tíu sem sýnd var árið 1980. Þá var mikið vatn runnið til sjávar og pönkarar sem gáfu skít í allt byrjaðir að nota brilljantín ef ekki lím til að láta hárið standa pinna- stíft upp í loftið. Upp úr 1980 kemur svo- kölluð froða á markaðinn sem hafði mikil áhrif á hár- tískuna. í stað greiðu voru fingurnir notaðir til að laga hárið. Bæði Madonna og Cyndi Lauper kepptu um það hvor virkaði ógreiddari. Þróunin fram á þennan dag hefur verið sú að hárið ætti að vera sem eðlilegast. Helst að ekkert hefði komið nærri því nema vindurinn. Boðorð dagsins nú er hárið sem með- höndlað, stutt eða sítt og blásturinn bíður fyrir utan. HEIMSMYND 81

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.