Heimsmynd - 01.04.1990, Qupperneq 82

Heimsmynd - 01.04.1990, Qupperneq 82
BÆKUR Nú á næstunni er væntanleg á mark- aðinn seinni bókin um Lyndon B. Johnson Bandaríkjaforseta en sú fyrri, The Path to Power eða Leið- in til valda er fjallaði um æsku hans og upphafsár í stjórnmálum, þótti með betri ævisögum sem litið hafa dagsins ljós undanfarin ár. Höfundurinn Robert Caro þykir með afbrigðum snjall að uppfylla fagmannlegar kröfur í framsetningu en er um leið gæddur þeim hæfi- leika að gera frásögnina æsi- spennandi. Seinni bókin um Lyndon B. Johnson ber heit- ið Means of Ascent og er ’nenni spáð miklum vinsæld- um. Lyndon Baines Johnson ólst upp í afskekktum byggð- um Texas við mikla fátækt. Hann varð 36. forseti Banda- ríkjanna þegar Kennedy var myrtur í nóvember 1963. í fyrri bókinni fjallaði Caro um upphafsár Johnsons, bíræfni hans við kosningar í mennta- skóla þegar hann mútaði öðr- um nemanda, hvernig hann máði út úr öllum árbókum skólans háðsglósur um útlit sitt og hvernig hann misnot- aði ástkonu sína en þá var hann kvæntur maður. Enginn annar forseti Bandaríkjanna hefur fengið aðra eins útreið í einni bók og það sætir einn- ig furðu að enginn hefur gert álíka úttekt á John F. Kenn- edy, forvera Lyndons B. Johnson í starfi. Einu bæk- urnar sem til eru um hann Raunveruleg saga eru eftir fólk sem var í þjón- ustu hans og þykist margt eiga einhverra harma að hefna. Robert Caro sagði í nýlegu blaðaviðtali að hann væri ekki að reyna að draga Lyn- don B. Johnson niður í svað- ið þótt hann gerði sér grein fyrir því að þær upplýsingar sem hann dregur fram í dags- ljósið um valdamisnotkun og svindl varpi skugga á minn- ingu hans. Því miður hafi blaðamenn ekki kafað nógu djúpt í söguna til að varpa ljósi á þessar misfellur og aðrar. Hann segist ekki vera með Johnson á heilanum og segir hann um margt merkan- forseta. En það var Johnson sem átti þátt í því að blökku- menn urðu raunverlega hluti af bandarísku þjóðinni með því að draga þá inn í kjör- klefana þótt Abraham Lincoln hafi hrist af þeim hlekkina einni öld áður. „Ég hef engan sérstakan áhuga á Lyndon B. Johnson heldur því hvernig valdið virkar í lýðræðisþjóðfélagi," segir Caro sem áður starfaði sem blaðamaður. „Mér leiddist það starf því ég hafði aldrei nægan tíma til að komast að hinu sanna.“ Caro segist hafa lært um hvað valdið snýst í rannsóknum sínum. „Og það eru allt aðrir þættir en maður lærir í stjórnmálafræði.“ Þrátt fyrir ítarlegar rann- sóknir svarar Caro ekki öll- um þeim brennandi spurn- ingum sem lesendur myndu vilja. Hann segir ekkert um Hinn snjalli Robert Caro uppfyllir æðstu kröfur vísindalegra vinnubragða en gæðir frásögnina um leið spennu og tilfinningu. það hvort eiginkona John- sons, Lady Bird, sem þótti fremur óspennandi kven- maður, hafi vitað um tilvist hinnar glæstu Alice Glass sem var ástkona Lyndons. Caro segir frá því sjálfur að þegar Lady Bird hafi komist að því að hann var kominn á snoðir um Alice Glass hafi hún boðið honum heim á bú- garð sinn og hrósað Alice Glass í hvívetna. Caro rak í rogastans og í fyrsta sinn á sínum ferli sagðist hann hafa farið hjá sér við að spyrja hana nokkurs og hann fékk engan botn í það af hverju Lady Bird talaði svona vel um Alice Glass. Sú mynd sem er dregin upp af suðurríkjadömunni Lady Bird er að hún hafi ver- ið feimin fram í fingurgóma enda alin upp í því að konur ættu ekki að skipta sér af málefnum karlmanna en samt haft þann manndóm í sér að geta stjórnað öllu þeg- ar á þurfti að halda. Þannig hafi Johnson falið henni að sjá um stjórnmál sín og bú- garðinn þegar hann var fjar- verandi. Lady Bird vissi ekk- ert um stjórnmál en hikandi og óörugg píndi hún sig til að takast á við verkefnið og gerði það vel. Þegar Johnson kom til baka dró hún sig í hlé og hlýddi honum í einu og öllu. Hann var ruddi sem æpti á hana opinberlega og niðurlægði hana við hvert tækifæri. Caro lýsir Lady Bird þann- ig í bókinni að lesendur fá með henni mikla samúð. Hann segir hana hafa elskað Lyndon út fyrir öll takmörk og bætir við: „Ég er feginn að bókin er ekki um hana því ég skil ekki þessa konu. Hið andstyggilegasta við þessa ritsmíð var að ég vissi að hún myndi særa Lady Bird og mig langar ekkert að særa fólk. En það var engin leið fram- hjá því að lýsa sambandi þeirra.“ Það eru engar ónafn- greindar heimildir í bók Car- os. Þeir sem áttu þátt í mis- ferlinu hafa játað það fyrir honum sjálfum og hann hefur fengið fólk til að opna sig sem aldrei hefur talað áður um þessa hluti opinberlega. Þegar John Connally, sem hafði unnið beggja megin í stjórnmálum, verið hægri hönd Johnsons en endað sem fjármálaráðherra Nixons, ræddi opinskátt við Caro BONUS byéttÝ ScitiÝ Céj bcítiÝ 82 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.