Heimsmynd - 01.04.1990, Page 87

Heimsmynd - 01.04.1990, Page 87
Tvískinnungar... framhald af bls. 50 ungsfjölskyldunnar, segir að Diana og Fergie hafi mikilvægu hlutverki að gegna þótt það sé í gamaldags skilningi. „Karl- mennirnir voru og eru í aðalhlutverkum en þær styðja við bakið á þeim." Æ fleiri Bretar eru þeirrar skoðunar að þessar ungu konur hafi ekki aðeins breytt ímynd konungsfjölskyldunnar út á við með glæsimennsku sinni heldur einn- ig fært konungsfjölskylduna aðeins nær nútímanum. Báðar þessar ungu konur voru álitnar æskileg kvonföng en það hefðu þær ekki verið í upphafi þessarar aldar. Fyrir áttatíu árum máttu prinsar aðeins giftast prinsessum, enda er allt kóngafólk Evrópu meira og minna ná- skylt. Að mati breskra fjölmiðla hafa miklar breytingar átt sér stað í viðhorf- um bresku kóngafjölskyldunnar og þær hafa gerst með ógnarhraða. Elísabet drottning og Margrét systir hennar fengu allt öðruvísi uppeldi en þær hafa veitt sínum eigin börnum. Sjálfar voru þær aldar upp af barnfóstru og hlutu einka- kennslu án nokkurs samneytis við önnur börn. Barnabörn Elísabetar, þar á meðal verðandi arftaki krúnunnar Vilhjálmur prins, ganga í barnaskóla ásamt öðrum yfirstéttarbörnum. Synir Díönu og Karls voru einnig fyrstu börnin í þessari fjöl- skyldu sem fæddust á sjúkrahúsi. Fergie fylgdi í kjölfarið þegar hún ól frumburð sinn. Fyrir nokkrum árum vöktu Diana og Fergie kátínu pressunnar þegar þær dulbjuggu sig sem lögreglukonur og óðu inn í piparsveinaveislu sem Andrew prins hélt á Annabel’s, einum fínasta næturklúbbi borgarinnar. Slíkt athæfi af hálfu núverandi drottningar og systur hennar Margrétar hefði þótt óhugsandi á sínum tíma. Engu að síður hefur Díana prinsessa og verðandi drottning unnið hug og hjörtu Breta sem annarra. Flún er ein tryggasta réttlæting fyrir áframhaldi bresku krúnunnar að mati margra. Hún er eitt vinsælasta myndefni blaðaljós- myndara hvar sem hún kemur og banda- rísk blöð og tímarit láta ekkert tækifæri ónotað til að fjalla um hana. Tímaritið Vanity Fair birti nýlega um hana eina af sínum mörgu greinum og þar er hún sögð ný þjóðhetja Breta: Heilög Díana. Greinarhöfundurinn, Joan Juliet, segir að Díana sé gædd þeim einstaka eigin- leika að hrífa fólk. Fólk hafi orð á því að þegar hún heilsi því sé einbeiting hennar gagnvart viðkomandi fullkomin, hvort sem í hlut á barn eða gamalmenni, eitur- lyfjaneytandi eða auðkýfingsfrú. Juliet lýsir henni sem hærri og grennri en nokkurri tískusýningarstúlku auk þess sem hún þykir ein best klædda kona heims. Juliet líkir lífi Díönu Spencer og að- lögun að hlutverki sínu innan kóngafjöl- skyldunnar við lokastig banvæns sjúk- dóms. Fyrsta stigið hafi verið áfall, þá tók við afneitun, síðan reiði, þá leiði, því næst uppreisn og löks hefur hún sætt sig við hlutskipti sitt. Segir hún það undrun sæta að þessa unga Lundúnadama skuli hafa sigrast á þeim erfiðleikum sem fylgi þvf óhjákvæmilega að giftast inn í nítj- ándu aldar fjölskyldu sem hafi það eitt að markmiði að varðveita krúnuna og þær gamaldags hefðir sem henni tengj- ast. Eiginmanni hennar, Karli prins, er lýst sem hálfgerðum sérvitringi sem hafi dálæti á plöntum og varðveislu gamalla bygginga en um leið sé hann eigingjarn, óöruggur og stefnulaus. Hjónaband þeirra hefur verið stöðugt í deiglunni en flestir virðast búnir að fá leið á vangaveltum um hvort þau séu mikið aðskilin. Sú staðreynd að hann er einn í fríi á hverju hausti í Skotlandi er fyrir flestum Bretum eins sjálfsögð og að það styttir upp eftir skúrina. Margir benda á það að tólf ára aldursmunur þeirra geri það að verkum að þau eigi fátt sameiginlegt utan þess hlutskiptis að deila hásætunum í framtíðinni. Pað er tvennt sem hin verðandi drottning hefur lært að búa við: Stöðuga öryggisvörslu vegna ógnana frá írska lýð- veldishernum og stanslausa athygli fjöl- miðla. Óskráðar reglur sem allir vinir hennar þurfa að sætta sig við er að tala SNIÐUGAR FERMIHGAGJAFIR KRINGLUNNI S: 689720 i s V « 1 :| nltm -- Íi * 1 // HEIMSMYND 87

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.