Heimsmynd - 01.04.1990, Page 94

Heimsmynd - 01.04.1990, Page 94
tryggni á eftir. Annars er erfitt að alhæfa neitt um slíka hluti. Það eru engin tvö mál eins og persónurnar sem við þau koma eru ólíkar, með ólíkan bakgrunn og lífsreynslu. Það fer líka eftir því hversu sterk tengslin eru í hjónabandinu hvort grundvöllur er fyrir því að halda áfram.“ Alvarlegustu málin eru að dómi Guð- finnu þegar fólk stendur í langvarandi sambandi við aðila utan hjónabandsins, en hún segir slík mál gífurlega algeng: „Það er algengara að giftir karlar haldi við ógiftar konur en að giftar konur eigi ógifta karlmenn að elskhugum. Slík sam- bönd standa þó yfirleitt ekki lengur en eitt til tvö ár. Eftir þann tíma fer sá ógifti oft að hafa það á tilfinningunni að verið sé að misnota sig og setur þá kannski fram þá kröfu að hinn aðilinn skilji. Ef hann gerir það ekki er sambandinu yfir- leitt lokið, því sjálfsvirðing fólks leyfir ekki að það láti nota sig. Það er mjög al- gengt að öll reiði eiginkvennanna beinist að viðhaldinu, en hún er vitanlega sak- laus í þessu máli, það er ekki hún sem er að svíkja neinn. En það er oft vörn kon- unnar að snúa reiðinni að hinni konunni, með því móti getur hún varið það að vilja halda eiginmanninum." Grái fiðringurinn svokallaði heyrist oft nefndur sem orsök framhjáhalda, en Guðfinna vill ekki samþykkja þá skýr- ingu: „Fólk af báðum kynjum fer í sálar- kreppu um þrítugt eða fertugt, endur- skoðar líf sitt og reynir að gera sér grein fyrir því hvort það vill hafa það áfram eins og það hefur verið. Framhjáhald er ekkert algengara á þessum aldri en öðr- um aðallega er fólk að gera sér grein fyr- ir því að lífið er ekki endalaust og margir taka ákvörðun um að breyta um lífsstfl. Skilnaður eða ný atvinna eru alveg eins líklegar lausnir, ef fólk er ekki ánægt með það líf sem það lifir, eins og fram- hjáhald.“ Rótleysið og upplausnin í þjóðfélaginu fer síst minnkandi og Guðfinna segir enga ástæðu til að ætla að þróunin í framhjáhaldsmálum gangi til baka: „Fólk sem nú er að alast upp upplifir þetta rótleysi á öllum sviðum. Það er til dæmis verðugt áhyggjuefni hvaða kyní- mynd þeir drengir sem alast upp án föð- urímyndar fá. En fyrst og fremst er þetta spurning um siðferði. Öll samskipti fólks fara eftir því hversu heilsteypt manneskj- an er og hvaða gildi hún metur mest, hversu mikla virðingu hún ber fyrir sjálfri sér og öðrum.“ H, Ben-veldið... framhald af bls. 69 hann við forstjórastöðunni hjá H. Ben. og hefur gegnt henni síðan. Undir stjórn Björns byggði fyrirtækið mikið stórhýsi við Suðurlandsbraut 4 og hafa þar verið aðalstöðvar þess síðan. Til marks um hin nánu tengsl H. Ben. við Skeljung hf. og Sjóvátryggingafélagið má nefna að bæði þessi fyrirtæki hafa til skamms tíma haft aðalskrifstofur sínar í þessu sama húsi. Þess má geta að Halldór H. Jónsson arkitekt, sem kallaður hefur verið stjórn- arformaður íslands, teiknaði H.Ben-hús- ið en leiðir hans og sona Hallgríms Benediktssonar hafa víða legið saman. Björn hefur ásamt því að vera forstjóri H. Benediktssonar hf. setið í stjórnum dótturfyrirtækjanna, Nóa, Síríusar og Hreins, svo og Olíufélagsins Skeljungs frá 1960, og er stjórnarformaður Ræsis hf. Hann var ásamt Geir, bróður sínum, einn af stofnendum Steypustöðvarinnar hf. ög sat þar í stjórn ásamt Sveini Val- fells (sjá HEIMSMYND, júlí 1989), Sig- urði Helgasyni hjá Flugleiðum, Óttari Ellingsen og fleirum. Einnig var Björn í stjórn Byggingariðjunnar hf., sem fyrr- v/Gullinbru STOBHOFÐA 17 S 674844 \

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.