Heimsmynd - 01.04.1990, Side 96
nefndur Helgi H. Árnason er forstjóri
fyrir, og í stjórn Sjóvátryggingafélags ís-
lands hf. og hefur þar ítök með Engeyj-
arættinni (sjá HEIMSMYND, apríl
1989) . Þá hefur hann verið endur-
skoðandi Flugleiða, Árvakurs, Isaga og
fleiri hlutafélaga. Hann hefur einnig ver-
ið í stjórn Félags íslenskra stórkaup-
manna, Verslunarráðs Islands og Félags
íslenskra byggingavörukaupmanna.
Björn Hallgrímsson hefur lítið skipt sér
af stjórnmálum opinberlega en er þó
dyggur stuðningsmaður Sjálfstæðis-
flokksins og sat í fjármálaráði hans 1962
til 1978.
Kona Björns er Sjöfn Kristinsdóttir (f.
1927). Hún er dóttir Kristins Markússon-
ar, kaupmanns í Geysi, en þess má geta
að Ottar Möller, sem lengi var forstjóri
Eimskipafélagsins, er giftur Arnþrúði,
systur hennar, og eru þeir Björn því svil-
ar. Börn Björns og Sjafnar eru þessi:
1. Áslaug Björnsdóttir (f. 1948), kona
Gunnars Sch. Thorsteinssonar verkfræð-
ings, bróður Davíðs í Sól hf.
2. Kristinn Björnsson (f. 1950) lög-
fræðingur. Hann hefur fetað ótrauður í
fótspor ættarinnar, var varaformaður
Vöku á háskólaárum sínum og í stjórn
Heimdallar og SUS. Hann rak um árabil
lögfræðistofu með Gesti Jónssyni (borg-
arfógeta Skaftasonar) og Hallgrími B.
Geirssyni, frænda sínum, en fyrir nokkr-
um árum tók hann við forstjóraembætti í
ættarfyrirtækjunum, Nóa, Síríusi og
Hreini. Nú hefur hann nýlega verið ráð-
inn forstjóri Skeljungs hf. Hann er í
stjórn Sjóvá-Almennra hf., varaformað-
ur Félags íslenskra iðnrekenda og í fram-
kvæmdastjórnum Verslunarráðs íslands
og Vinnuveitendasambandsins. Kristinn
þykir mikill sjentilmaður eins og þeir
frændur fleiri og er upprennandi maður í
viðskiptalífinu. Hann var um stuttan
tíma kvæntur Önnu Agnarsdóttur af
Heiðarætt (sjá HEIMSMYND, mars
1990) en núverandi kona hans er Solveig
Pétursdóttir lögfræðingur og varaþing-
maður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
3. Emilía Björg Björnsdóttir (f. 1954)
fréttaljósmyndari í mörg ár á Morgun-
blaðinu. Kennar maður er Sigfús Har-
aldsson tannlæknir.
4. Sjöfn Björnsdóttir (f. 1957) verslun-
arstjóri, kona Sigurðar Sigfússonar út-
gerðartæknis og viðskiptafræðings. Hann
er sölustjóri hjá Sambandi íslenskra fisk-
framleiðenda (SÍF).
FORSÆTISRÁÐHERRANN
Geir Hallgrímsson (f. 1925) er yngstur
barna Hallgríms Benediktssonar og sá
þeirra sem er þekktastur út á við. Hann
fór hina hefðbundnu leið upprennandi
stjórnmálamanna í Sjálfstæðisflokknum,
lauk lagaprófi 1948 og var jafnframt virk-
ur í pólitískum ungherjasamtökum
flokksins, sat í stjórn Vöku og Heimdall-
ar, var um hríð formaður hans, og síðar
formaður SUS. Einnig var hann formað-
ur Stúdentaráðs Háskóla íslands. Eftir
lagapróf var hann eitt ár í framhaldsnámi
í Harvard í Bandaríkjunum en starfaði
síðan við fjölskyldufyrirtækin ásamt því
að reka lögfræðiskrifstofu, fyrst einn en
síðan ásamt vini sínum, Eyjólfi Konráð
Jónssyni. Hann var viðskiptalegur fram-
kvæmdastjóri Sameinaðra verktaka 1951
til 1952 en það fyrirtæki var gagngert
stofnað til þess að annast framkvæmdir
fyrir bandaríska herinn á Keflavíkurflug-
velli og er nú helmingseigandi að Is-
lenskum aðalverktökum. Þar liggja með-
al annars saman leiðir Halldórs H. Jóns-
sonar (sjá HEIMSMYND, júní 1989) og
Geirs en þeir eru góðvinir. Geir Hall-
grímsson var einn af stofnendum Steypu-
stöðvarinnar 1953, Borgarvirkis hf. 1957
(ásamt Halldóri H. Jónssyni og fleirum)
og einnig var hann fyrsti stjórnarformað-
ur Stuðla hf. 1955 en það er móðurfyrir-
tæki Almenna bókafélagsins. Þá var
hann forstjóri hjá H.Ben. á árunum 1955
til 1959.
Hallgrímur Benediktsson lést árið
1954, eins og áður sagði, en hann hafði
verið forseti bæjarstjórnar Reykjavíkur.
Sama ár var Geir, sonur hans, kosinn í
bæjarstjórn og settist þegar í bæjarráð.
Hann var þá ekki orðinn þrítugur. Þegar
Gunnar Thoroddsen lét af störfum borg-
arstjóra árið 1959 til þess að taka við ráð-
herraembætti þótti Geir Hallgrímsson
tilvalinn eftirmaður hans í borgarstjóra-
embætti. Hann deildi því að vísu með
Auði Auðuns fyrsta árið og mun það
hafa verið að undirlagi Gunnars Thor-
oddsens sem taldi að með því fyrirkomu-
lagi ætti hann sjálfur auðveldara með að
snúa aftur í borgarstjórasessinn ef á
þyrfti að halda. Geir Hallgrímsson tók
það hins vegar ekki í mál og Auður varð
að hætta.
Borgarstjóraferill Geirs Hallgrímsson-
ar var mjög farsæll og ef til vill vann
hann þar sín mestu afrek. Stjórn borgar-
innar hafði verið í heldur lausum bönd-
um undir Gunnari Thoroddsen en nú
voru málin tekin föstum tökum. Gerð
var áætlun um malbikun gatna og hita-
veitu fyrir allan bæinn og þessum fram-
kvæmdum lokið á tilsettum tíma. Tekin
voru upp útboð verka á vegum borgar-
innar og jafnframt teknir upp nýir stjórn-
arhættir. Hann kom sér upp nokkurs
konar pýramídakerfi þar sem nánustu
samstarfsmenn hans urðu nokkrir æðstu
embættismenn borgarinnar. Hann hélt
daglega fundi með þeim og þeirra var
síðan að ræða við sína undirmenn og svo
koll af kolli. Með þessu var tekið fyrir
látlausan straum borgarstarfsmanna til
borgarstjóra og kerfið varð skilvirkara.
Sjálfur var Geir allra manna starfsamast-
ur og kappsamastur. Hann skipulagði
hvern starfsdag eins og önnum kafinn
kaupahéðinn eða iðjuhöldur sem lætur
ekki neina mínútu sólarhringsins ónot-
aða.
Geir Hallgrímsson þótti glæsilegur
borgarstjóri, aldrei var hann rekinn á gat
í neinu er við kom borginni en honum
hætti til við að vera hátíðlegur í bragði
og tíðkaði lítt gamansemi í kappræðum
þó að hann gæti brugðið fyrir sig smá-
kímni. Hann naut sín betur í vandlega
undirbúnum tækifærisræðum en hörðum
deilum á róstusömum málþingum. Hann
var orðinn varaþingmaður Sjálfstæðis-
flokksins árið 1959 en það var fyrst við
andlát Bjarna Benediktssonar árið 1970
sem hann varð fastur þingmaður. Eftir
það var frami hans skjótur enda af flest-
um talinn sjálfsagt foringjaefni. Hann
var kjörinn varaformaður flokksins 1971
eftir rimmu við Gunnar Thoroddsen, ári
seinna lét hann af borgarstjórastöðu og
árið 1973 var hann kjörinn formaður
flokksins. Hann stóð á hátindi ferils síns
er Sjálfstæðisflokkurinn vann mikinn
kosningasigur 1974 og Geir varð forsæt-
isráðherra í samsteypustjórn Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks. Undir lok
kjörtímabilsins fór hins vegar að halla
undan fæti fyrir honum. Hann þótti ekki
hafa nægan charisma sem stjórnmála-
maður, þótti málstirður í kappræðum og
ekki nógu klókur í viðskiptum við
bragðarefi annarra flokka og eigin
flokks. Vaxandi óánægju gætti með hann
innan Sjálfstæðisflokksins. í kosningun-
um 1978 hrundi fylgi flokksins og deilur
mögnuðust milli svokallaðs Geirsarms
og Gunnarsarms. Tveimur árum síðar
stal Gunnar senunni með því að mynda
nýja ríkisstjórn í óþökk meirihluta Sjálf-
stæðisflokksins. Þetta voru erfiðir dagar
fyrir Geir Hallgrímsson. í prófkjöri fyrir
alþingiskosningarnar 1983 hrapaði hann
niður í sjöunda sæti og náði ekki kjöri.
Dagar hans sem stjórnmálamanns voru
þó ekki taldir. Hann átti sér þó öfluga
liðsmenn í forystu flokksins og Morgun-
blaðið stóð þétt að baki honum, enda
var hann einn af eigendum blaðsins, for-
maður Árvakurs, eins og faðir hans
hafði verið á undan. Hann varð utanrík-
isráðherra í stjórn Steingríms Hermanns-
sonar 1983 þó að hann væri nú aðeins
varaþingmaður. Engu að síður viður-
kenna þæði samherjar og margir and-
stæðingar hans að þarna hafi Geir óvænt
náð toppnum á sínum ferli. Þorsteinn
Pálsson var svo kjörinn nýr formaður
flokksins seinna á árinu og kallaði brátt
eftir sæti í ríkisstjórninni. Varð að lokum
úr að Geir vék og tók við stöðu seðla-
bankastjóra sem hann hefur gegnt síðan.
Síðar komu upp efasemdir um þá
ákvörðun að Geir hætti sem ráðherra.
Margir töldu að flestir aðrir hefðu mátt
missa sig.
Geir er eins og fleiri frændur hans tal-
inn heiðarlegur, samviskusamur og sjálf-
um sér samkvæmur. Drenglyndi er það
orð sem talið er lýsa honum best. Hann
var skáti á yngri árum og kannski hefur
skátabragurinn aldrei yfirgefið hann og
gert honum erfitt fyrir í frumskógum
stjórnmálanna. Geir tekur þétt og hlýtt í
hönd viðmælenda sinna og horfir beint í
augu þeirra. Hann nýtur mikils álits á er-
lendri grund og hefur meðal annars not-
ið þess heiðurs að sækja fundi Bilder-
bergsamtakanna en þar hittast áhrifa-
miklir stjórnmálamenn, blaðamenn,
þjóðhöfðingjar, fjármálamenn og iðju-
höldar og bera saman bækur sínar. Geir
96 HEIMSMYND