Heimsmynd - 01.04.1992, Qupperneq 20

Heimsmynd - 01.04.1992, Qupperneq 20
EINAR MÁR GUÐMUNDSSON FÉLAGI FORTÍÐ Nú siglum við um samtvöina og fljúgum inn í framtvbina. Þó er fortiðin alltaf í farangrinum. Hún liggur undir koju í káetu heimsins og smeygir sér hjá tollvörðum tímans. Hún er einsog vœngjaður hugbúnaður. en á meðan við siglum um samtíð- ina og fljúgum inn í framtíðina renna heimarnir saman. Alþjóðleg sambræðsla; orðin hljóma einsog um stórt stáliðjuver sé að ræða. Óhjákvæmilega beinist sú sambræðsla gegn ýmsum þjóðlegum sérkennum með rætur í for- tíðinni. Margt hefur þegar þurrkast út úr tölvuminni heimsins og fortíðin kann að verða enn eitt dæmið um óhagkvæman rekstur. Við sækjum þangað gildi, hefðir og venjur; en mörg þeirra gilda sem lifað hafa með þjóðunum miðast ein- mitt við forna þjóðfélags- hætti. Til hvers er þá fortíðin? Hún rís upp á tyllidögum en er að öðru leyti úrelt. Við á þessari eyju höfum oft glatað fortíðinni og kært okkur kollótt um það. Róttækar breytingar hafa átt sér stað og verið kærkomnar. Pó eru líka til þeir sem segja, allt var betra í gamla daga. í þess- um tveim viðhorfum krystallast þversagnirnar í þjóðarsálinni. Og skal engan undra. Vissulega má segja að því litlausari sem samtíminn sé því glæstari verði hin fornu afrek. Á hinn bóg- inn eru fáar þjóðir sem skynja sjálfar sig jafn sterkt í ljósi fortíðarinnar og við sem búum á þess- ari eyju. Eitt er að við þykjumst muna sögu okkar og vita hverjir komu hér fyrstir á land. Við rekjum ættir okkar aftur til fornra kappa sem þó mætti með vissum rétti segja að séu aðeins sögupersónur, án þess að tilvist fyrirmyndanna sé á nokkurn hátt véfengd. Þeir sem í fortíðinni voru sterkastir, grimm- astir, fallegastir og bestir að yrkja eru okkar menn. Til þeirra rekjum við ættir okkar. Hin lögboðna yfirstétt landsins ætti samkvæmt því að vera vaxtarræktarmenn og skáld. Gegn skáldunum vinnur þó önnur hefð í þeim efnum sem nefna mætti ræsishefðina og nýjustu upp- lýsingar sýna að gjörvileiki vaxtarræktarmanna er ekki jafn óumdeilanlegur og fornkappanna. annað ber einnig að hafa í huga, nefnilega hve nútíminn er nýr hér á landi. Við erum enn með annan fótinn í fortíðinni og bú- um um margt við hugmynda- fræði sem tilheyrir henni. Hvort sú hugmynda- fræði er styrkur okkar eða veikleiki er undirrót þeirra þjóðfélagslegu viðhorfa sem nú takast á, enda óháð flokkadráttum og smámálakítingi á þingi. Til er nefnd sem á að leysa fortíðarvandann, en sá vandi er í alla staði samtímavandi, enda leysum við engan vanda í fortíðinni nú löngu seinna. Fortíðin hefur hins vegar á ýmsum stundum verið okkur aflvaki stórbrotinna af- reka. Sagnritararnir frá því á þrettándu öld, sem enginn veit með vissu hverjir voru, skildu eftir sig svo ódauðlegar bókmenntir að enn þann dag í dag eru til menn sem aldrei hafa lesið þær í bók en kunna þær samt utanbókar. Ef rómantísku skáldin á nítjándu öld hefðu ekki haft gullöld sagnritunar sem viðmiðun og þjóðin ekki þekkt hinar skrautklæddu hetjur landnámsins er alls ekki víst að sjálfstæðisbar- áttan hefði haft nægjanlegt púður og þá töluð- um við kannski enn einhverja afdala dönsku sem vambmiklir embættismenn ropuðu upp úr sér í tilskipunartóni. I menningarlegum skilningi getum við ekki án fortíðarinnar verið. Hér á landi þekkjum við ótal dæmi um menn sem eru svo nákomnir for- tíðinni að hún er þeim samtíðin sjálf. Peir fylgja sveitungum sínum yfir fjöll og firnindi og rata í framhald á bls. 92 20 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.