Heimsmynd - 01.04.1992, Síða 56
*
NÝJUNGAR KOMA OG FARA.
VERIÐ ÚR SÉR GENGIÐ Á MO
é ENDA FJÖLBREYTILEIKINN Þ
Íólk sem með persónutöfrum, gerðum, viðhorfum og
lífsstíl ryður nýjum straumum og stefnum braut mætti
kalla tákngervingar tíðarandans. Þetta á bæði við um
þá sem vekja athygli og aðdáun vegna þess að þeir eru
fljótir að meðtaka nýjungar og það fólk sem skarar
fram úr á einhverju sviði og verður af þeim sökum fyr-
irmyndir annarra. Oft eru þetta ekki þeir sömu og öðlast eilíft
líf á spjöldum sögunnar en áhrif þeirra á samtímann geta engu
að síður verið mikil. Tákngervingar tíðarandans er fólkið sem
setur svip á samtímann, gefur hversdagslífinu nýja vídd vegna
þess að það fer leiðir sem öðrum hefði ekki dottið í hug eða
þorað að feta en reynast síðan sjálfsagðar og vinna sér sess
sem slíkar þegar frá líður. Það kann að vera áberandi um tíma
en hverfur oft af sjónarsviðinu og fellur í gleymsku. Þau áhrif
sem það hefur haft lifa hins vegar áfram og samlagast þjóðar-
sálinni. Það væri væntanlega öðruvísi umhorfs á Islandi ef Ing-
ólfur Guðbrandsson hefið ekki riðið á vaðið og tekið að bjóða
fölleitum og veðurbörðum íslendingum upp á pakkaferðir til
sólarlanda. Án efa ættu margir meiri verðmæti bundin í stein-
steypu eða inni á bankareikningum ef þessar ferðir hefðu ekki
komið til en á móti kemur að þetta sama fólk ætti ekki eins
fjölskrúðugt safn minninga og fjölskylduljósmynda. Pakka-
ferðirnar sem í fyrstu voru taldar sérkennileg nýjung eru nú
að verða sjálfsögð mannréttindi sem höfð eru til hliðsjónar í
kjarasamningum. Þótt þessum tákngervingum tíðarandans
verði sjaldnast skipað á bekk með helstu leiðtogum þjóðarinn-
ar búa þeir engu að síður yfir persónutöfrum, kjarki og dug
sem tekið er eftir, sumir dást að en aðrir hallmæla vegna þess
að það brýtur í bága við hugmyndir þeirra um hvernig hlutirn-
ir eiga að vera. Athyglin sem þessir einstaklingar fá vekur allt-
af einhverja til umhugsunar, sumir hrífast með og taka jafnvel
að líkja eftir þeim. Clausenbræður vöktu til að mynda mikið
umtal og jafnvel hneykslan þegar þeir tóku upp á því að mála
nýtískuleg hús sín á Arnarnesinu tómatsósurauð. Engu að síð-
ur tóku rauð hús að skjóta upp kollinum víðs vegar um bæinn
og settu lit á nýbyggð einbýlishúsahverfin. í dag gera nágrann-
ar ekki veður út af því þótt einhver í götunni máli hús sitt
rautt, hvað þá bleikt, grænt eða blátt, það þykir orðið heyra
undir borgaralegt frelsi, að tjá þannig sköpunargleði sína. Með
tímanum venjast nýjungarnar og fyrr en varir er það sem áður
þótti sérkennilegt og óvenjulegt orðið sjálfsagðir þættir í fjöl-
breytileika mannlífsins. í því felst viðurkenning og sigur þegar
samtíðarmenn taka að líta til ákveðins einstaklings vegna sér-
stöðu hans og hæfileika en reyna ekki að knýja fram breyting-
ar á hegðun eða gerðum hans þótt þær kunni að einhverju
leyti að stangast á við hefðbundin gildi.
Björk Guðmundsdóttir er dæmi um hvernig hæfileikar, útlit
og persónuleiki vinna saman því henni hefur tekist að hrífa
ótrúlega breiðan hóp fólks. Þótt barnsleg og oft á tíðum hálf
ómótuð framkoma stingi í stúf og hárgreiðsla hennar og >
klæðaburður virðist ekki lúta neinum lögmálum nema þá helst
hennar eigin, hefur Björk eignast rúm í hjarta þjóðarinnar.
Hún er vinsæl og það sem hún segir og gerir er jafnan tekið
gott og gilt. Björk hefur haft mikil áhrif á klæðaburð og fram-
komu fólks sem nú eru um og yfir tvítugt, henni tókst jafnvel
að koma óléttu í tísku þegar hún tróð uppi með magann beran
komin langt á sjöunda mánuð. Svo rammt kvað að þessari
bylgju að sjá mátti gínur í búðargluggum tískuverslana sem
farnar voru að þykkna undir belti. Annar en ólíkur tónlistar-
maður, Sigrún Edvaldsdóttir, gengur svo sannarlega gegn
þeirri ímynd sem flestir gera sér af flytjanda sígildrar tónlistar.
í stað þess að vera orðfá, hæg og yfirveguð veður á Sigrúnu
56 HEIMSMYND
eftir Laufeyju ELÍSABETU LÖVE