Heimsmynd - 01.04.1992, Page 59

Heimsmynd - 01.04.1992, Page 59
Ragnheiður Runólfsdóttir, íþróttamaður ársins árið 1991. Hún er önnur konan sem hlýtur þennan eftirsótta titil og árangur hennar á án efa eftir að verða kynsystrum hennar til hvatningar. Björk Guðmundsdóttir söngkona. Björk hefur farið sínar eigin leiðir hvað varðar klæðaburð, framkomu og listsköpun. Hún , hefur liaft ■Íí > gríðarleg áhrif meðal margra Cjfe. þeirra sem nú \ eru um og ■ W' I * undir tuttugu *' og fimm ára Linda Pétursdóttir fyrirsæta og fyrrverandi Ungfrú heimur. Linda, sveitastúlkan frá Vopnafirði, heillaði þjóðina upp úr skónum þegar hún sigraði keppnina um fegurstu konu heims. FYRIRMYNDIR Hver kynslóð á sér átrúnaðargoð en þau eru bæði mörg og ólík. Söngvarinn Jimmy Hendr- ix ku hafa öðlast mikla hylli á ný meðal fólks \ um og undir tvítugu eftir áratuga hvíld í gröf sinni. Þá hafa stjörn- ur á borð við Whitney Houston og Michael Jack- son notið gífurlegra vinsælda síðustu ár og lög þeirra vermt topp vinsældalista hvert á fætur öðru. írska hljómsveitin U2, með söngv- arann Bono í broddi fylkingar, hefur notið mikill- ar virðingar fyrir sérstæða en grípandi tónlist og skelegga texta. Þá hefur söngvarinn Prince hrist verulega upp í tónlistarheiminum og áhrif hans á því sviði verða seint dregin í efa. Breski söngvarinn Sting hef- ur fyrir löngu sungið sig inn í hjörtu Vest- urlandabúa og nýtur ekki síöur virðingar í augum ungs fólks sem talsmaður mannréttinda- og umhverfisverndar- sjónarmiða. Stjörnur hvíta tjaldsins eru orðnar svo margar frá upphafi að varla verður lengur tölu á komið og alltaf bætast nýjar í hópinn. Einhver skærustu nöfn síðustu ára eru þau flrnold Schwartzenegger, sem sagöur er hæstlaun- aði kvikmyndaleikarinn í Hollywood, Julia Roberts, Jodie Foster sem hefur meðal annars unnið til Óskarsverðlauna og er nú að hasla sér völl sem kvik- myndaleikstjóri, og Tom Cruise. HEIMSMYND 59

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.