Litli Bergþór - des. 2017, Blaðsíða 3

Litli Bergþór - des. 2017, Blaðsíða 3
Litli-Bergþór 3 Formannspistill Haustæfingar Íþróttadeildar Ungmennafélags Biskupstungna hófust 11. september og er úrvalið af æfingum sem í boði eru nokkuð gott. Arnar Sigurbjartsson hefur verið með fótbolta, Unnur Malín Sigurðardóttir með bland og fjör, Helgi Kjartansson með glímu og Freydís Örlygsdóttir með íþróttaskóla. Einhverjir hafa einnig sótt körfubolta- og fimleikaæfingar í vetur hjá Ungmennafélagi Hrunamanna. Samstarf hefur aukist milli Ungmennafélaga Biskupstungna, Hrunamanna og Laug- dæla. Til dæmis voru í sumar ráðnir sameiginlegir þjálfarar fyrir fótbolta. Samstarf sem þetta gefur iðkendum færi á fleiri æfingum og meiri möguleikum á þátttöku á mótum. Rætt hefur verið um þá hugmynd að stofna sameiginlegt íþróttafélag fyrir uppsveitirnar. Jafnvel þó krakkar séu að æfa hvert með sínu ungmennafélagi, eiga þau þannig meiri möguleika á að keppa í þeim íþróttagreinum sem þau stunda. Það er vonandi að þessi hugmynd verði að raunveruleika einhvern daginn. Leikdeild ungmennafélagsins kom saman þann 10. nóvember og mættu 14 manns og höfðu fleiri boðað sig á næsta fund þegar þetta er skrifað. Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson og er stefnt að frumsýningu á gamanleik fyrstu helgina í febrúar. Af öðru starfi er það að frétta að Unnur Malín bauð sig fram fyrir hönd ungmennafélagsins í 17. júní nefnd. Með henni í nefndinni voru Bryndís Malmo Bjarnadóttir, Ægir Freyr Hallgrímsson og Marta Margeirsdóttir. Hátíðarsamkoman fór fram í Aratungu með heilmikilli dagskrá, þar sem Þórhildur Sif Loftsdóttir var fjallkona. Voru flestir sammála um að hátíðarhöldin hafi verið glæsileg. Henni lauk með góðri skemmtun hljómsveitarinnar Alþýðubandalagsins um kvöldið. Ungmennafélagið styrkti hátíðina með fimmtíu þúsund krónum. Sveitarhátíðin Tvær úr Tungunum fór fram 19. ágúst í blíðskaparveðri. Dagskráin var afar glæsileg eins og svo oft áður og fjölmenn. Seinna um kvöldið hélt ungmennafélagið ásamt Stuðlabandinu ball í Aratungu. Mæting hefur oft verið betri, en heilmikil samkeppni var þetta kvöld við ýmsa aðra viðburði í nágrenninu. Þrátt fyrir það áttu Stuðlabandið húsið og héldu þeir uppi svakalegri skemmtun. En þá að Litla Bergþóri, síðast en alls ekki síst. Ritnefndin leggur nú lokahönd á útgáfu síðara blaðs Litla Bergþórs þetta árið, en blöðin hafa undanfarin ár verið mikil og vegleg og það er engin breyting á því núna. Áskrifendum er að fjölga nokkuð og vonandi að við getum haldið áfram lengi enn að gefa þetta blað út. Við erum afar lánsöm að hafa fólk sem hefur ungmennafélagsandann í sér og er tilbúið að leggja á sig mikla sjálfboðavinnu til þess að sjá um útgáfu á jafn glæsilegu blaði og Litli Bergþór er. Nú fer 109. starfsári ungmennafélagsins brátt að ljúka og verður gaman að sjá hvað við tökum okkur fyrir hendur á 110. starfsárinu. Með kærri kveðju og ósk um gleðilega hátíð. Oddur Bjarni Bjarnason, formaður Umf. Bisk.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.