Litli Bergþór - des. 2017, Blaðsíða 35

Litli Bergþór - des. 2017, Blaðsíða 35
Litli-Bergþór 35 Ritstjórn Litla-Bergþórs hef ur lengi haft hug á því að ræða við Róbert Róbertsson, sem lengst af bjó að Brún í Biskups- tungum, um líf hans og störf. Hann er á 93. aldursári og starfar enn sem fram kvæmdastjóri Vöru- bílstjóra félagsins Mjölnis á Selfossi, en því embætti hefur hann gegnt síðustu 25 árin, síðan hann komst á eftirlaun 67 ára, árið 1992. Hann hefur verið félagi í Mjölni frá 26 ára aldri og samkvæmt sögu félagsins, „Vörubílstjórar á vegum úti“, veglegri bók, sem kom út árið 2015, hefur hann gegnt öllum embættum í félaginu á einhverjum tímapunkti. Þegar undirrituð leit við hjá honum á skrifstofu félagsins á haustdögum, sat hann hnarreistur og ern við skrifborðið í rúmgóðri skrifstofunni við Hrísmýri 1, þar sem hann vinnur enn fullan vinnudag. Reiknar þar út tuga- eða jafnvel hundruða milljóna króna útboð í höndunum, auk þess sem hann hefur, þar til nýlega, greitt alla reikninga með ávísunum. Hann hefur ekki séð ástæðu til að koma sér upp tölvu eða heimabanka, enda komist vel af án þess hingað til. Róbert tók beiðni um viðtal með örlitlum fyrirvara, en lét þó til leiðast. Blaðamaður er því mættur heim til hans í Grænumörkina með blað og penna einn mildan haustdag í október og hann og Bryndís dóttir hans taka vel á móti gesti með kaffi og bakkelsi. Að vanda er fyrsta spurningin um ætt og uppruna. Gefum Róbert orðið. Ég er fæddur 3. janúar 1925 á Urðarstíg 4 í Reykjavík. Móðir mín var Guðrún Bryndís Skúladóttir, ættuð úr A-Húnavatnssýslu og faðir minn Róbert Þorbjörnsson, bakarameistari, fyrst á Grettisgötu 54, síðar á Bergstaðastræti. En þau bjuggu aldrei saman. Þrem árum áður hafði móðir mín eignast hálfbróður minn, Gunnar Aðalstein Ragnarsson. Hann varð ekki gamall, fórst í bjargsigi í Vestmannaeyjum 1954, 31 árs. En dóttir hans Guðrún María býr í Kópavogi og á þrjú börn og sjö barnabörn. Móðir mín giftist síðar Emil Thoroddsen, tónskáldi og píanóleikara árið 1932 og þau eignuðust eina dóttur, Stefaníu Thoroddsen, sem dó ung. Sjálf varð móðir mín ekki gömul, dó árið 1938, á 37. aldursári. Framkvæmdastjóri og félagsmálatröll á tíræðisaldri Viðtal við Róbert Róbertsson frá Brún Róbert á skrifstofu Mjölnis árið 2015, þá níræður. Bryndís Skúladóttir, móðir Róberts.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.