Litli Bergþór - des. 2017, Blaðsíða 10
10 Litli-Bergþór
BREKKUGERÐI (Austurbyggð 20) 1983
Gunnlaugur Skúlason (f.10.06.1933, d.
19.11.2017), frá Bræðratungu og Renata
Vilhjálmsdóttir f. Pandrick, (f.13.08.1939 í
Þýskalandi) byggðu þetta hús, en þau höfðu
áður búið í Launrétt 1 frá 1964, en þá tók
Gunnlaugur við embætti héraðsdýralæknis.
Renata stundaði lengstum kennslu við
grunnskólann í Reykholti, en hefur einnig
starfað við leiðsögn erlendra ferðamanna.
Húsin í Laugarási
Hér greinir frá því sem gerðist í húsbyggingamálum í
Laugarási á fyrri hluta níunda áratugarins.
Páll M. Skúlason:
ÁRÓS (Austurbyggð 15) 1981
1981 - 1983 Konráð Sigurðsson
og Anna Agnarsdóttir. Þau
fluttu úr læknisbústaðnum í
Launrétt 2 í nýbyggt hús sitt í
Austurbyggð. Þau stöldruðu
hinsvegar stutt við og árið
1983 seldu þau húsið Hjalta
Geir Kristjánssyni og Sigríði
Anna og Konráð.
Árós.
Brekkugerði.
Eftir flutninginn var Gunnlaugur áfram með stofu í kjallaranum í Launrétt,
en flutti hana síðan í Brekkugerði.
Hjónin eignuðust 5 börn, sem heita: Barbara (f. 28.09.1961) býr í
Þýskalandi, Helga (f. 24.09.1963) býr í Garðabæ, Elín (f. 22.04.1965) býr
á Selfossi, Skúli Tómas (f. 28.08.1968) býr í Bandaríkjunum og Hákon
Páll (f. 10.05.1972) sem býr í Þrándarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Gunnlaugur lét af störfum haustið 2011 og árið 2015 fluttu hjónin á
Selfoss og seldu Brekkugerði. Þar er nú rekið gistiheimili.
KVISTHOLT 1984
Þetta býli var stofnað úr landi Hveratúns, en
þegar Hveratún var stofnað á 5. áratugnum
þurftu býli að hafa að minnsta kosti 3 hektara
lands til að geta talist lögbýli þó svo 1 hektari
dygði vel fyrir garðyrkjubýli.
Í byrjun 9. áratugarins fengu þau Páll Magnús
Skúlason frá Hveratúni (f. 30.12.1953) og
Th. Erlendsdóttur.
Í húsinu hefur ekki verið föst búseta frá 1983.
Gunnlaugur og Renata.
Kvistholt.