Litli Bergþór - des. 2017, Blaðsíða 13

Litli Bergþór - des. 2017, Blaðsíða 13
Litli-Bergþór 13 Bláskógaskóli í Reykholti er „Skóli á grænni grein“ og stefnir að því að flagga grænfánanum í byrjun næsta árs. Mikið og gott starf í átt til sjálfbærni er nú unnið í skólanum. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Hann stuðlar að því að auka og efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfi sitt. Með því er verið að styrkja grunn að því að tekin sé ábyrg afstaða og innleiddar raunhæfar aðgerðir í umhverfismálum yfirleitt. Reynslan sýnir að skólar sem taka þátt í verkefninu geta sparað talsvert í rekstri. Markmið verkefnisins er að: • Bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku. • Efla samfélagskennd innan skólans. • Auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan. • Styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða nemendur. • Veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál. • Efla alþjóðlega samkennd og tungumálakunnáttu. • Tengja skólann við samfélag sitt, fyrirtæki og almenning. Nú hefur umhverfisnefnd Bláskógaskóla í Reykholti, sem er skipuð einum nemanda úr hverjum bekk skólans, ákveðið að koma upp útikennslustofu í vetur og jafnframt kaupa flaggstöng fyrir grænfánann. Efnið verður keypt hjá Skógrækt ríkisins í Haukadal. Umhverfisnefndin ákvað á fundi sínum 24. október að leita til fyrirtækja og einstaklinga um styrk til kaupanna. Þeir sem hafa áhuga á að styrkja verkefnið geta lagt inn á reikning nemendaráðs: 0151-15-370136. Kt. 681088-9119. Með von um góðar undirtektir. Nemendur Bláskógaskóla Reykholti. Útikennslustofa í skóla á grænni grein Umhverfisnefnd skólans: Ragnheiður Jónasdóttir verkefnisstjóri, Daníel Aron Bjarndal Ívarsson 6. bekk, Hreinn Þorkelsson skólastjóri, Arnaldur Ármann 4. bekk, Lilja Björk Sæland 5. bekk, Matthías Emil L. Óttarsson 10. bekk, Sigurður S. Ásberg Sigurjónsson 9. bekk, Katla Helgadóttir 1. bekk, Magnús Rúnar Traustason 3. bekk, Emelía Hannesdóttir 2. bekk, Þórhildur Júlía E. Sæmundsen 8. bekk, Matthías Jens Ármann 7. bekk og Guðný Rósa Magnúsdóttir fulltrúi starfsmanna. Á myndina vantar fulltrúa foreldra Herdísi Friðriksdóttur.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.