Litli Bergþór - des. 2017, Blaðsíða 31
Litli-Bergþór 31
Þar til gerð-
um kassa hefur
verið komið
fyrir í kofanum
og þangað er
hægt að skila
tillögum að
nafni til 20.
desember. Í
boði er veglegur vinningur fyrir nafnið sem valið
verður úr tillögunum.
Friðheimar hlutu nú í nóvember nýsköp-
unarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar 2017.
Verðlaunin voru veitt fyrir athyglisverðar nýjungar,
en þau hafa tvinnað saman tómataræktun,
ferðaþjónustu og hestamennsku og taka árlega
við vel á annað hundrað þúsund ferðamönnum.
Garðar Olgeirsson, bóndi og harmónikkuleikari
í Hellisholtum, hefur nýlega gefið út barnabókina
Ævintýri Stebba og er það listamaðurinn
Ellisif Malmo Bjarnadóttir í Laugarási, sem
myndskreytti bókina.
Jólamarkaður Kvenfélagsins var haldinn í
lok nóvember. Var þar margt fallegra muna
til sölu og gaman að sjá hve mikið er til af
góðu handverksfólki í Tungunum og nágrenni.
Piparkökuhúsasamkeppnin sló í gegn og
kaffiveitingar Kvenfélagsins voru veglegar að
vanda. Allur ágóði rennur aftur til samfélagsins
í formi styrkja. Kvenfélagskonur notuðu í
þetta sinn tækifærið og útdeildu styrkjum
opinberlega: Bláskógaskóli í Reykholti fékk 10
spjaldtölvur að andvirði rúmlega 600 þúsund
króna, Heilsugæslustöðin í Laugarási fékk
öndunarmæli sem kostar um 137 þúsund, um
300 þúsund krónum var ánafnað til smíði á
góðum stiga ofan í sundlaugina í Reykholti,
sem auðveldar fólki að komast ofan í laugina.
Einnig voru veittir tveir 200 þúsund króna
styrkir, annarsvegar til lagfæringar á gluggum
Skálholtskirkju og hins vegar til lýsingar
Hvítárbrúar við Iðu. Aratunga fékk að gjöf
fjóra barnastóla og borðdúka, sem keyptir voru í
júní í tilefni forsetaheimsóknarinnar.
Ugla heimsækir hænur. Í haust bar það við að
brandugla álpaðist fyrir slysni inn í hænsnakofa
þeirra Svövu og Víglundar í Höfða. Svava sagði
svo frá þessum viðburði:
„Hænurnar hóuðu í okkur í gærkvöldi og í ljós
kom að það var óboðinn gestur í fjósinu. Það
sást örla í hann innst við dyrnar. Það var þessi
gullfallega ugla sem hafði séð feita og föngulega
mús fara inn í fjósið og ákvað að ná henni. Hún
varð hins vegar skelkuð þegar hún áttaði sig á
því að hún kæmist ekki eins auðveldlega út. En
hún var heppin að alvanar hænurnar kölluðu
út björgunarsveitina sem kom og opnaði stóru
dyrnar á fjósinu svo að hún kæmist aftur út í
frelsið.“
Kaupin á Laugarásjörðinni
Áfram freistar Litli Bergþór þess að stunda
eilitla rannsóknablaðamennsku. Hann komst að
því, þessu sinni, að á aðalfundi Sýslunefndar
Árnessýslu, sem haldinn var 1922, samþykkti
sýslunefndin þá gjörð oddvita nefndarinnar, að
taka ellefu þúsund króna lán úr Viðlagasjóði