Litli Bergþór - des. 2017, Blaðsíða 33

Litli Bergþór - des. 2017, Blaðsíða 33
Litli-Bergþór 33 vitni. Þið leggið greinilega rækt við samfélag ykkar í Biskupstungum eins og nauðsynlegt er. Maður er manns gaman, segir í fornum sögum og án samfélagsvitundar, samkenndar og samhjálpar verður samfélag okkar svo fátæklegt, einstaklingshyggja allsráðandi og það viljum við ekki, þótt vissulega eigum við að leyfa öllum að spreyta sig, skara fram úr ef því er að skipta. Og þá eru ungmennafélögin einmitt svo heppileg, vettvangur samstöðu en keppni um leið. Ég óska ykkur velfarnaðar og hlakka til að fylgjast frekar með ykkar góða starfi. Eðlilega er nefndin upp með sér vegna hlýrra orða forsetans í hennar garð, og hefur ákveðið að senda honum blaðið áfram, í ljósi niðurlagsorðanna í bréfinu. Bannskilti til sölu. Það hefur sennilega ekki farið framhjá neinum, að erlendir ferðamenn hafa flykkst til landsins sem aldrei fyrr undanfarin misseri. Talsvert hefur borið á því að þeir hafi valið sér að næturstað staði sem ekki eru hugsaðir sem slíkir og borið hefur á óánægju ýmissa vegna þess arna. Í byrjun júli birti sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs Bláskógabyggðar auglýsingu á samfélagsmiðlum, þar sem boðin voru til sölu bannskilti á kostnaðarverði. Sviðsstjórinn mun hafa selt 12-15 skilti til einstaklinga og fyrirtækja, auk þess sem þeim var komið fyrir víða þar sem almenningur hefur aðgang en ekki gert ráð fyrir að þeir gisti. Auður Kristjánsdóttir frá Felli (f. 1.10.1932) lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu þann 10. júlí 2017. Útför hennar fór fram frá Skálholtsdómkirkju föstudaginn 14. júlí og var hún jarðsett í Haukadal. Halldór Þórðarson frá Litla-Fljóti (f. 19.11.1933) lést á Ási í Hveragerði þ. 6. júlí. Útförin fór fram frá Skálholtsdómkirkju fimmtudaginn 20. júlí. Halldór var jarðsettur á Torfastöðum. Óskar Jóhannesson á Brekku (f. 2.1.1919) lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þann 10. ágúst. Útförin fór fram frá Skálholtsdómkirkju fimmtudaginn 24. ágúst. Óskar var jarðsettur í Bræðratungu. Gunnlaugur Skúlason, dýralæknir, frá Brekkugerði í Laugarási (f. 10.06.1933) lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þann 19. nóvember. Útför hans fór fram frá Skálholtsdómkirkju laugardaginn 2. desember og var hann jarðsettur í Bræðratungu. Andlát

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.