Litli Bergþór - des. 2017, Blaðsíða 43

Litli Bergþór - des. 2017, Blaðsíða 43
Litli-Bergþór 43 Kvenfélag Biskupstungna sendir félögum sínum og Sunnlendingum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum ánægjuleg samskipti á liðnum árum. og við byrjuðum þá um haustið búskap okkar á vélarloftinu hjá Grími, eins og fleiri hafa gert. Ég byggði húsið á Brún sumarið 1959. Það var Bjarni Ólafsson, bróðir séra Guðmundar Óla, sem var yfirsmiður. Býlinu fylgdi 1 sekúndulítri af sjálfrennandi heitu vatni úr hvernum, sem voru veruleg hlunnindi. Við fluttum svo inn vorið 1960. Giftum okkur þó ekki fyrr en 6. mars 1966, árið sem Anna Rósa fæddist. Kona mín náði því að lifa það að vera gift mér í 50 ár, en hún dó þ. 17. apríl 2016. Ég viðurkenni að það getur verið að áhugi á félagsmálum og vinnan hafi komið eitthvað niður á konunni minni og fjölskyldulífi, því ég var oft mikið að heiman. En hún sinnti heimilinu og börnunum vel. Einn vetur vann hún í mötuneytinu í Reykholtsskóla, ég held það hafi verið veturinn 1963-1964. Við eignuðumst þrjú börn, sem öllum hefur gengið vel í lífinu. Bryndís Guðrún er land- og jarðfræðingur fædd 1959, Anna Rósa er grasalæknir og viðskiptafræðingur, fædd 1966 og Róbert Sveinn, sem er yngstur, fæddist 1968, lærði kvikmyndagerð og alþjóða viðskiptafræði, en starfar nú sem frumkvöðull í ferðamálum. Hugmyndaríki er í ættinni, því bróðir Ásdísar, Trausti Sveinsson sem býr á Bjarnargili, er líka hugmyndaríkur. Hann var á sínum tíma margfaldur Íslandsmeistari í skíðagöngu og ólympíufari og er enn í fullu fjöri. Barnabörnin eru þrjú: Álfgeir f. 1994, sonur Önnu Rósu, og Bjarki Fannar f. 2008 og Birkir Róbert, f. 2017, synir Róberts Sveins og sambýliskonu hans, Þórunnar Maríu Bjarkadóttur lögfræðings. Það var oft lítið um verkefni á veturna og Mjölnismenn þá stundum á atvinnuleysisbótum. En þá gafst líka meiri tími til félagsmála. Ég held ég geti sagt að ég hafi verið í flestum félögum í Tungunum nema Kvenfélaginu og Hestamannafélaginu og yfirleitt gjaldkeri! Eftir að ég fór að búa tók ég stutt bókhaldsnámskeið í bréfaskóla SÍS, sem dugði mér vel í öll þau gjaldkerastörf sem ég sinnti um ævina. Það var Sighvatur á Miðhúsum, sem stakk upp á því að ég færi í fjallskilanefnd 1966. Stór-sauðfjárbóndinn Sveinn í Tungu var auðvitað hneykslaður á því. Ég, sem ekki átti eina einustu kind! En þau í Ásdís og Róbert um 1978. Systkinin frá Brún talið f.v: Anna Rósa, Álfgeir sonur hennar, Róbert Sveinn og Bryndís Guðrún árið 1997.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.