Litli Bergþór - des. 2017, Blaðsíða 5

Litli Bergþór - des. 2017, Blaðsíða 5
Litli-Bergþór 5 Í byrjun október fór starf félagsins í gang og mun verða með svipuðu sniði og undanfarna vetur. Fyrsta fimmtudag hvers mánaðar er samkoma í kjallaranum í Bergholti, sem hefst kl. 14:00. Þá er reynt að hafa eitthvað til skemmtunar eða fróðleiks, upplestur eða annað sem rekur á fjörurnar, í um eina og hálfa klukkustund. Þá hefst sameiginlegt kaffi með rjómatertu og öðru fíneríi. Aðra fimmtudaga er húsið opnað kl. 13 og þá fara sumir að spila. Aðrir eru með ýmsa handavinnu, ef eitthvað og sumir kasta boccia kúlum. Auðvitað er svo rætt um það sem er efst á baugi í samfélaginu. Um kl. 15:30 er svo drukkið saman kaffi með góðu meðlæti. Leikfimi hefur verið í íþróttahúsinu á þriðjudögum frá kl. 16 – 17. Þar hefur verið boccia æfing og sund eða heitur pottur, valfrjálst. Þetta kemst vonandi í gang upp úr miðjum nóvember, þegar endurbótum á sundlaug og íþróttahúsi lýkur. Allir íbúar Biskupstungna, 60 ára plús, eru hvattir til að taka þátt í starfi félagsins. Kveðja, Guðni Lýðsson formaður.---- Myndirnar sem fylgja eru teknar í ferð sem kvenfélagið bauð íbúum í Biskupstungum, 60 ára og eldri til, en leiðin lá í ullarvinnsluna Uppspuna að Lækjartúni og Eldfjallamiðstöðina Lava Center á Hvolsvelli í nóvember. Frá Félagi eldri borgara í Biskupstungum Ketilbjörn ehf. Vinnuvélaverktaki Syðri-Reykjum Grímur Þór - Sími 892 3444Gleðileg jól F.v. Oddný Kr. Jósefsdóttir, Hulda Brynjólfsdóttir, Haraldur Kristjánsson, Ólafur Jónasson, Bragi Finnbogason, Þorfinnur Þórarinsson, Guðmundur Ingólfsson. F.v. Þorfinnur Þórarinsson, Sigurður Erlendsson, Sigurjón Kristinsson og Áslaug Jóhannesdóttir.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.