Litli Bergþór - des. 2017, Blaðsíða 19

Litli Bergþór - des. 2017, Blaðsíða 19
Litli-Bergþór 19 bæði vegna bygginga og rekstrar, er nú svo komið árið 2017 að Skálholt skuldar ekki neitt. Þó að stærstu viðhaldsverkefni kirkjunnar hafi þurft að bíða er ánægjulegt að mega þakka hér og nú fyrir hið nýja hljóðkerfi í kirkjunni sem til komið er með mjög rausnarlegum stuðningi Oddvitanefndar Laugarásslæknishéraðs og framlagi oddvitasjóðsins, en einnig frá einstaklingum og sóknarnefndum. Enn er eftir að ljúka verkinu og setja upp búnað í Skálholtsskóla til að taka á móti hljóði og mynd við stórar útfarir. Gert er ráð fyrir að við breytingar á biskupshúsinu verði einnig hægt að tengja það hús með sama hætti. Starfsemin í Skálholti er í nokkuð föstum farvegi. Messað er alla sunnu- og helgidaga, og margvíslegt helgihald þar að auki. Barnastarf og unglingastarf er með ágætum yfir vetrartímann. Skálholtskórinn er öflugt hljóðfæri sem setur svip sinn á starfsemina í kirkjunni, eins og líka organistinn og kórstjórinn Jón Bjarnason. Sumartónleikar standa í fimm vikur ár hvert. Síðustu árin hefur tekist að fjármagna þá og verður svo vonandi áfram. Skálholtsskóli starfar samkvæmt gildandi lögum um hann, þó að hlutfall annarrar þjónustu á sviði veitinga og gistingar í skólanum hafi vaxið verulega. Kyrrðardagar og pílagrímastarf eru í góðum farvegi. Þegar þetta er ritað er nokkur óvissa um framtíð búskapar í Skálholti. Vonandi næst þar góð niðurstaða. Nú lýkur senn síðara starfstímabili þess sem þetta ritar í Skálholti. Ég nota þetta tækifæri til að þakka þeim sem rita Litla Bergþór margar ánægjustundir síðastliðin 25 ár! Gersemar Skálholtskirkju þarfnast viðhalds. Ljósm. Bóas Kristjáns. Espiflöt ehf, Reykholti s. 486 8955 Fóðurblandan hf. Reykjavík, s. 570 9800 Friðheimar, Reykholti s. 486 8815 Garðyrkjust. Kvistar Reykholti s. 694 7074 Gljásteinn ehf, Myrkholti s. 486 8757 Gullfosskaffi við Gullfoss s. 486 6500 Helgi Gumundsson rafvirki s. 864 6960 Hótel Geysir, Haukadal s. 480 6800 Ferðaþjón. Gullfoss, Brattholti s. 486 8979 JH-vinnuvélar, Brekkuheiði s. 892 7190 Miðhúsabúið, Miðhúsum s. 486 8640 Skjól-Camping, Kjóastöðum s. 899 4541 Úthlíð ferðaþjónusta s: 486 8770 Eftirtaldir styrkja útgáfu Litla-Bergþórs og óska lesendum hans gleði og friðar á jólum

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.