Litli Bergþór - des. 2017, Blaðsíða 32
32 Litli-Bergþór
til kaupa á Laugarásjörðinni, eins og sjá má á
meðfylgjandi mynd. Ekki verður annað séð af
þessu, en að það hafi verið sýslunefndin sem
keypti jörðina. Hvernig hrepparnir sem standa
að læknishéraðinu eignuðust hana, kemur
væntanlega í ljós, eftir því sem rannsókn miðar.
Kannski eignuðust þeir hana aldrei. Hver veit?
Brúarvirkjun. Í vefmiðli birtist þetta þann 30.
október síðastliðinn:
HS Orka hef ur aug lýst útboð á bygg ingu
mann virkja og tækja kaup vegna Brú ar virkj-
un ar í Blá skóga byggð. Raun ar hóf ust und ir-
bún ings fram kvæmd ir í sum ar, veg ar lagn ing og
aðstöðusköp un. Ásgeir Mar geirs son for stjóri
seg ir að fram kvæmd ir hefj ist í haust og virkj un in
hefji fram leiðslu á fyrri hluta árs 2019.
Brú ar virkj un verður tæp lega 10 MW vatns afls-
virkj un í efri hluta Tungufljóts, fyr ir landi Brú ar.
Aðal- og deili skipu lag ger ir nú ráð fyr ir virkj un-
inni og ráðist var í mat á um hverfi sáhrif um þótt
virkj un in sé und ir mörk um og orku fyr ir tækið
hefði getað sleppt því að fara í mat.
Í áliti sínu taldi Skipu lags stofn un að helstu nei-
kvæðu áhrif fyr ir hugaðrar fram kvæmd ar fæl ust í
breyttri ásýnd fram kvæmda svæðis og landslags
þess. Svæðið er að mestu leyti ósnortið og ein-
kenn ist af Tungufljóti og vel grón um bökk um þess.
-mbl
Málefni þessarar fyrirhuguðu virkjunar hafa
verið til umfjöllunar með einhverjum hætti
í sveitarstjórn Bláskógabyggðar á einum 16
fundum undanfarin tvö ár, aðallega í tengslum
við nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi
sveitarfélagsins. Ekki verður annað séð en
sveitarstjórn hafi verið afar samstíga gagnvart
virkjunaráformunum og samþykktir hennar bera
ekki annað með sér en virkjunin njóti velvildar
þar á bæ.
Á sama tíma hefur opinber umræða um þessi
virkjunaráform ekki verið hávær og athugasemdir
í kjölfar auglýsinga á breyttu aðalskipulagi eða
kynninga á þeim fáar, en breytingatillögurnar
munu hafa verið kynntar á íbúafundi þann 5.
febrúar, 2016.
Ekki hafa verið gerðar margar eða alvarleg-
ar athugasemdir við virkjunaráformin, eftir
því sem séð verður. Á vefjum Landverndar,
Náttúruverndarsamtaka Íslands eða Náttúru-
verndarsamtaka Suðurlands er ekkert að finna, í
fljótu bragði, um þessa virkjun.
Þegar allt kemur til alls virðist því ríkja almenn
sátt um Brúarvirkjun, ólíkt því sem reyndin hefur
verið hér á landi þegar virkjanamál koma til tals.
Þakkarbréf. Í kjölfar heimsóknar Forseta Íslands
í Bláskógabyggð í fyrri hluta júni, ákvað ritnefnd
LB að senda honum og konu hans sitthvort
eintakið af síðasta tölublaði.
Í þakkarbréfi sem forsetinn sendi ritnefndinni
segir hann, meðal annars:
Fyrir hönd okkar hjóna þakka ég […..] kærlega
fyrir sendinguna góðu, tvö eintök af Litla-
Bergþór. Ritið er afar læsilegt, vel úr garði
gert og ber fagmennsku ykkar og metnaði gott