Litli Bergþór - des. 2017, Blaðsíða 39

Litli Bergþór - des. 2017, Blaðsíða 39
Litli-Bergþór 39 föður Guðmundar Ingimarssonar, og þeir voru frá Bergsstöðum, en móðir hans, Ragnheiður Grímsdóttir var frá Syðri-Reykjum. Grímur fékk til liðs við sig sama ár Stefán Árnason, húsgagnasmið úr Reykjavík, og ætluðu þeir að reka gróðurhús saman. Það varð þó ekki úr því, en Stefán keypti land og hálfan hverinn og hóf sjálfur gróðurhúsarekstur. Var stórhuga og reisti m.a. stærsta gróðurhús landsins, um 1.000 fermetra, austan við Nýborg, en Nýborg var hús sem hann byggði sem einskonar verbúð fyrir starfsfólkið. Það er nú hús Ólafs og Bärbel. Einar, bróðir Sigurðar í Úthlíð, og Elín kona hans, ráku Nýborg í þá daga. Sjálfur var ég til húsa í herbergi í kjallaranum hjá Grími og Ingibjörgu, í hornherberginu, sem snéri í suðvestur, en á því eru gluggar báðumegin við hornið. Ég sá því út að hvernum og yfir til Stefáns og Áslaugar. Stundum voru tveir með mér í herberginu, en þess á milli var ég einn í því. Það er kannski gaman að segja aðeins frá því hvernig umhorfs var í Tungunum þegar ég kom þangað 1942. Bílaeign var lítil sem engin. Stefán Árnason átti þá vörubíl og Eiríkur í Fellskoti líka. Svo sáu rútur Óla Ket um flutninga. Stefán keypti Willis jeppa 1946 og sama ár keypti Grímur einnig Willis jeppa og nýjan 4ra tonna Austin vörubíl. Stefán hafði keyrt ofan í moldarslóðann að Syðri- Reykjum, en árið 1946 kom sýsluýtan til að ýta upp veginum. Ýtti í hann mold og grasi langar vegalengdir. Það voru mikil nýmæli að fá að sjá ýtu! Stefán sá um að fá hana og varð að keyra hana upp eftir á vagni. Það komu djúp hjólför í moldarveginn og þurfti því að setja keðjur á bílinn til að komast. Það var ein símstöð í Tungunum, á Torfastöðum, en handvirkur sími var þá kominn Myndin er tekin inni á afrétti haustið 1951 og var ferðinni heitið inn í Hvítárnes, að heilsa upp á fjallmennina. En eftir þá fjallferð var féð skorið niður út af mæðiveiki. Frá vinstri á myndinni eru: Sigurður Þorsteinsson á Vatnsleysu, síðar Heiði 27 ára, Róbert Róbertsson á Syðri-Reykjum 26 ára, Guðmundur Ingimarsson frá Efri-Reykjum, 51 árs, Ingvar Eiríksson á Efri-Reykjum 60 ára og Bragi Einarsson 22 ára, síðar kenndur við Eden í Hveragerði. Bragi var vinnumaður hjá Stefáni Árnasyni á Syðri-Reykjum sumrin 1944 og 1945, réði sig þangað aðeins 15 ára gamall, sem aðstoðarmann í gróðurhús. Hann mun hafa verið eitthvað hjá Stefáni meðan hann var á Garðyrkjuskólanum að Reykjum í Ölfusi 1948-1950, því Stefán vantaði oft vinnumenn. Í bakgrunni er Land Rover jeppi Þorsteins á Vatnsleysu X-600. Féð að renna yfir gömlu Hvítárbrúna inni á Kili haustið 1951.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.