Litli Bergþór - des. 2017, Blaðsíða 4

Litli Bergþór - des. 2017, Blaðsíða 4
4 Litli-Bergþór Síðustu helgina sem lífrænn markaður var á Engi (4.-7. ágúst, 2017) tilkynnti Unnur Malín, vinkona okkar, að hún myndi framkvæma ,,lífrænan gjörning“. Við vissum ekki við hverju mátti búast, en útkoman var skemmtileg og hristi upp í fólkinu sem varð vitni að honum. Maður sá að sumir horfðu með undrun á þessa ungu konu ganga um nakta og klædda einungis í akrýldúk. Sumir fóru hjá sér, aðrir létu þetta ekki koma sér neitt við, flestir fylgdust þó með af áhuga þegar gjörningskonan gekk um og rótaði í jörðinni, sleit upp gróður og jós yfir sig sandi. Þannig færðist gjörningurinn út og suður og einnig fylgdu honum hljóð. Líklega hafði hver sína skoðun á og upplifun af tiltækinu og örugglega vakti hún fólk til umhugsunar um lífið og náttúruna. Gjörningurinn tók okkur út fyrir þægindarammann. Það er alltaf skemmtilegt þegar maður er vakinn til lífsins á skemmtilegan og nýstárlegan hátt. Unnur Malín frumflutti líka lag um Ingólf og Sigrúnu á Engi. Takk fyrir Unnur, þú gefur lífinu lit og haltu áfram að safna ljósi og gefa til annarra. Lífrænn gjörningur á Engi Sigrún Elfa Reynisdóttir: Gleðileg jól og farsælt komandi ár

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.