Litli Bergþór - dec. 2017, Side 20

Litli Bergþór - dec. 2017, Side 20
20 Litli-Bergþór Þegar við Þorsteinn (Sverrisson, eiginmaðurinn) vorum um þrítugt ákvað Björn bóndi í Úthlíð að losa sig við kýrnar og breyta hluta af Alsholtstúnunum í golfvöll. Fékk hann Gísla bróður sinn til að hanna völlinn en Gísli var landskunnur blaðamaður, myndlistarmaður og kylfingur. Ég fékk þá flugu í höfuðið að gefa eiginmanninum notað golfsett sem ég keypti af vinnufélaga mínum og sjálf fékk ég nokkrar kvenkylfur með – svona svo ég gæti nú byrjað eitthvað. Við skunduðum niður á golfvöll og Gísli kenndi okkur undirstöðuatriðin í golfinu. Hann sagði við mig (hafði örugglega ekki neina trú á frænku sinni í íþróttinni) „Það er lang mikilvægast að vera glæsilegur á teig – það sér svo enginn hvernig gengur að spila brautina.“ Eftir þetta var ekki aftur snúið – við náðum strax ótrúlega góðum tökum á kylfunum og boltinn flaug hægt og sígandi lengra og fór beinna og í færri höggum ofan í holuna. Að byrja í golfi Það er ekki dýrt að byrja í golfi, oft er hægt að kaupa notað golfsett á mjög viðráðanlegu verði og það er gott að taka grunnnámskeið hjá viðurkenndum PGA golfkennara, en það er jafnan best að taka fyrstu skrefin undir handleiðslu fagmanns. Síðan er að fara á æfingasvæðið í golfklúbbnum og byrja að æfa sig og vinna í þeim þáttum sem Hjördís Björnsdóttir: Hér er golf um golf golfkennarinn leggur fyrir. Einnig er gott að horfa á golfkennslumyndbönd á Youtube til að festa helstu handtökin í minni sér. Besta golfkennslan er að mæta á golfvöllinn og skella sér með reyndum kylfingum í rástíma, eða skrá sig í golfmót. Það krefst mikils aga að spila með ókunnugum og reyndum kylfingum. Einnig er gott að læra af þeim sem hafa spilað lengur, tileinka sér góða siði og kynnast grunnreglum íþróttarinnar. Reyndir kylfingar hafa líka oft gaman af því að gefa af sér og kenna nýliðum reglur og sýna þeim góða takta. Þá á byrjandinn að muna að hrósa og fagna þegar þeim reynda gengur vel. Sjóaðir kylfingar hrósa mikið nýliðanum ef hann fylgist með leiknum og er röskur og heldur leikhraða – það er reyndar mikilvægt atriði íþróttarinnar. Forgjöf og árangur Forgjöfin er sá partur af leiknum sem gerir hann dálítið ávanabindandi og með því að fylgjast með höggunum sínum frá byrjun, er hægt að sjá hvernig árangurinn kemur hægt og sígandi. Þegar kylfingur gengur í golfklúbb fær hann 54 í byrjunarforgjöf. Það þýðir að kylfingur sem spilar golfvöll sem er par 72 má spila völlinn á 54 auka höggum eða þremur höggum yfir pari. Þá er reikningsdæmið þannig: 72 högg er parið +54 yfir pari þýðir að kylfingur með hámarksforgjöf spilar völlinn á 126 höggum. Svo er að byrja að reyna 1. braut á Úthlíðarvelli, sumar 2003. Golf á Úthlíðarvelli 2017.

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.