Litli Bergþór - dec. 2017, Side 49

Litli Bergþór - dec. 2017, Side 49
Litli-Bergþór 49 ekki hefur verið hægt að festa kaup á stáli í hengibrúna. 1957 Síðla sumars þetta ár var hafist handa við að ljúka brúarsmíðinni. Í lok ágúst var heilmikil grein um verkið í Morgunblaðinu, en það sagði meðal annars: Brúin opnuð í vetur Það var verið að undirbúa að senda níunda burðarvírinn milli stöpla á hinni nýju hengibrú á Hvítá í Biskupstungum, sem venjulega er kölluð Iðubrú, er við komum þangað austur síðdegis á mánudaginn. Er brúin nú mesta brúarmannvirkið, sem er í smíðum hér á landi, hið veglegasta í hvívetna og mun verða mikil samgöngubót fyrir hinar efri sveitir Árnessýslu. Hófst smíði brúarinnar, sem áætlað er að alls muni kosta 6,5 milljónir króna, árið 1951. Nú eftir um 2 ára hlé við brúarsmíðina, er kominn þangað brúarsmiðaflokkur frá vegamálastjórninni. Er hugmyndin að halda verkinu áfram, þar til brúarsmíðinni er að fullu lokið, og sagði yfirsmiðurinn, Jónas Gíslason, að hann vonaðist til að það gæti orðið í nóvembermánuði nk. Um miðjan desember var loks greint frá því að brúin væri opin til umferðar, 15 árum eftir að Eiríkur Einarsson lagði fram tillögu um brúarsmíðina á Alþingi og 27 árum eftir að Geir Zoega, vegamálastjóri greindi frá því, í frumvarpi sem hann samdi, að Hvítárbrúin væri ein þeirra stórbrúa sem fyrirhugað væri að byggja. Fyrsti bíllinn ók yfir Hvítárbrúna þann 21. nóvember, 1957 og hún var opnuð fyrir almenna umferð 12. desember. Ekki var framkvæmdunum að fullu lokið þá, en það átti eftir að ganga frá vegfyllingum við brúna og steypa plötur á þær við brúarsporðana. Einhver málningarvinna var eftir, svo og burðarþolspróf, en það fór fram vorið 1958. Eftir stendur, að Hvítárbrúin hjá Iðu var aldrei opnuð formlega, eða vígð og mun það helgast af árstímanum þegar smíðinni lauk. Það blandast líklega fáum hugur um mikilvægi Hvítárbrúarinnar fyrir byggð í uppsveitum og auðvitað er hún og hefur verið grundvöllur læknisþjónustunnar og síðar heilsugæslunnar í Laugarási, sem hefur nú þjónað uppsveitafólki og gestum á svæðinu í 94 ár á þessu ári. Án brúarinnar hefði sláturhús SS ekki risið í Ekki hafa þeir tveir sem fremstir eru á myndinni verið nafngreindir. Þeir sem fjær standa eru, f.v. Haukur Einarsson, Sigurður Eiríksson?(fjær), Þórhallur Runólfsson?(nær) og Hilmar Ingólfsson. Mynd frá Vegagerðinni Unnið við tengingar strengjanna við akkeri. Fjærst á myndinni er Jón Eysteinsson en Marinó Þ. Guðmundsson er hægra megin. Sá sem fremstur er hefur ekki verið nafngreindur. Mynd frá Vegagerðinn

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.