Litli Bergþór - des. 2017, Blaðsíða 45
Litli-Bergþór 45
Reykjum í tæp 63 ár. Samkvæmt lögum Mjölnis
frá 1988 er hlutverk framkvæmdastjóra að vera
„trúnaðarmaður stjórnarinnar og er skyldur að
hafa eftirlit með því að lögum, reglum og töxtum
sé framfylgt“. Nú eru 24 bílstjórar í félaginu og
ég er ekki frá því að umsvifin aukist eftir því sem
ég eldist!
Ég vil að lokum segja, að ég get ekki sagt
annað en að Biskupstungur og Grímsnes hafi
farið vel með mig. Galtarfólkið er mín nánasta
fjölskylda, en börn Elínborgar seldu Gölt fólki úr
Húnavatnssýslu, hjónunum Gunnlaugi og Erlu,
sem ráku Gunnlaugsbúð á Freyjugötu í Reykjavík
og byggðu síðar verslunarmiðstöð í Grafarvogi.
Þau hjón hafa haldið Galtar húsinu vel við,
Róbert og Ásdís árið 2015.
en nýja húsið í Gölt er myndarlegt hús á tveim
hæðum auk kjallara, byggt eftir sömu teikningu
og um sama leyti og húsið á Tjörn, um 1962.
Blaðamaður Litla-Bergþórs þakkar Róbert og
Bryndísi dóttur hans fyrir skemmtilegt spjall og
veitingar.** Að skilnaði réttir Róbert mér eintak
af bókinni „Vörubílstjórar á vegum úti“, sögu
Vörubílstjórafélagsins Mjölnis 1941-2015, sem
Anna Rósa dóttir hans tók saman. Þykka bók,
skrýdda fjölda mynda og mikinn sjóð heimilda
um vörubílaútgerð á Suðurlandi. Fær hann kærar
þakkir fyrir gjöfina.
Í bókinni kemur m.a. fram að Róbert var
gerður að heiðursfélaga Vörubílstjórafélagsins
Mjölnis árið 1991. Þess má einnig geta að hann
var gerður að heiðursfélaga í Ungmennafélagi
Biskupstungna á 100 ára afmæli félagsins 2008
og fékk síðar viðurkenningu Búnaðarfélags
Biskupstungna fyrir félagsmálastörf.
Geirþrúður Sighvatsdóttir
* Samkvæmt þeim Gunnlaugi Skúlasyni, sem á ættir að
rekja til Kiðjabergs, og Róbert, þá bjuggu menn í Gölt
(ekki á/að Gelti) og voru frá Gölt. Mun það hafa verið
málvenja í Grímsnesinu og er henni haldið hér.
** Bryndís veitti ómetanlega aðstoð við gagna- og
heimildaöflun vegna viðtalsins, fór með föður sínum í
gegnum dagbækur hans og reikninga, en þá rifjuðust upp
margar skemmtilegar sögur, sem bætt var inn í viðtalið.
Fær hún kæra þökk fyrir aðstoðina, sem og prófarkalestur.
GS.
Verslun og bensínafgreiðsla
Opið 9:00 til 21:00
Allar almennar matvörur og olíur
Gleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum liðið