Litli Bergþór - des. 2017, Blaðsíða 25

Litli Bergþór - des. 2017, Blaðsíða 25
Litli-Bergþór 25 Framkvæmdir hafa staðið yfir í haust við íþróttamiðstöðina í Reykholti, en þar voru búningsaðstaða, sturtur og móttaka endurnýjuð í hólf og gólf eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Voru sundlaug og íþróttahús lokuð frá 8. ágúst til 17. nóvember vegna þessa, en þá var húsið sýnt almenningi og síðan opnað formlega daginn eftir, 18. nóvember 2017. Skýringar með myndum 1. Fyrst var öllu hent út: gólfefnum, loftaplötum, raflögnum, hitalögnum og neysluvatnslögnum, svo eitthvað sé nefnt. 2. Skipt var um glugga og gler, líka útihurðir úti á svæði. 3. „Stórvirkar“ vinnuvélar komu við sögu í þessum framkvæmdum. 4. Fræst var fyrir hitalögnum í öll gólf. 5. Smiðirnir að setja upp prívat sturtu, sem er ein í hvoru rými. 6. Litaþema eftir þessar breytingar er sægrænn og grár. 7. Svona sem hliðarverkefni með öllu hinu, var sett upp kærkomið loftræstikerfi í íþróttahúsið. Fullkomin uppblöndunarstöð á lofti var sett upp í áhaldageymslunni, þar sem lofti utanfrá er blandað við loft úr húsinu til að halda jöfnum hita og spara orku. 8. Hluti af steinsteypunni sem var söguð í burtu til að gera aðgengi mögulegt fyrir alla Íþróttamiðstöðin í Reykholti fær andlitslyftingu 1 4 5 6 7 8 2 3

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.