Litli Bergþór - des. 2017, Blaðsíða 17

Litli Bergþór - des. 2017, Blaðsíða 17
Litli-Bergþór 17 dökkhærður en var örugglega kominn á aldur því að hann var kominn með gráar strípur eða kannski var þetta bara tískan í Frakklandi? Hann var frekar lágvaxinn og á honum sást að honum fannst greinilega gott að borða. Ég fann að tíminn leið hægt og maginn í mér öskraði af hungri. Ég var svo svöng að ég var byrjuð að naga á mér varirnar. Það var allt dimmt, en allt í einu varð allt himinbjart. Einhver opnaði litlu hurðina á kompunni og stelpu, á aldur við mig, var hent inn. „Hver ert þú“ sagði ég með titrandi röddu, hún svaraði ekki. „Hver er þetta?“ hugsaði ég. Hún sat bara þarna og þagði. En ég var svo skelkuð að ég fattaði ekki að ég væri að tala íslensku í Frakklandi, svo ég spurði hana á ensku hver hún væri. Hún sagðist heita Linda og vera frá Svíþjóð. Þarna rann allt upp fyrir mér, þetta var stelpan sem hafði leigt íbúðina á undan mér, en hvarf sporlaust fyrir 3 mánuðum. Ég hefði átt að hlusta á Láru. Skrefið Höfundur: Matthías Emil Lindum Óttarsson Þarna ligg ég í vegkanti um miðja nótt og hugsa með mér; hvað ég gerði vitlaust, hvað hafi eiginlega gerst og hvers vegna ég ligg þarna. Það er föstudagur og mikil rigning. Það stendur maður undir þakrennunni á bílskúrnum. Hann er klæddur frakka og með hatt og hann kveikir í vindli á meðan bíllinn hans hitar sig. Þessi maður er ég. Þetta er síðasti vindillinn í pakkanum og ég velti því fyrir mér hvort ég eigi að koma við í sjoppunni og kaupa fleiri. Ég sleppi vindlinum og traðka á honum. Ég stíg inn í bílinn, tek handbremsuna af og læt hann renna niður gangstéttina, skipti í fyrsta og keyri af stað. Ég er á leiðinni í kirkjugarðinn. Það er minnst klukkutíma leið svo ég stoppa á Olíuverslun Íslands og kaupi mér kalda kók í gleri og vindla til að njóta á leiðinni. Það er farið að halla af degi og kirkjan birtist handan hlíðarinnar. Ég er á meiri hraðanum, ég legg bílnum á malarplanið við hliðina á bíl prestsins og öðrum rauðum sem ég hef ekki séð áður, með svart húdd. Ég labba niður mjóan veg að gröf bróður míns og legg flösku, fulla af konjaki við steininn. Ég man eftir því hvað honum fannst þetta gott konjak, en ég hef aldrei náð því niður. Í þeirri hugsun heyri ég hátt hljóð eins og skell eða byssuskot. Eftir dágóða stund birtist maður labbandi úr gráleitri kirkjunni í svörtum klæðnaði. Hann labbar mjög skringilega, svipað og Bubbi Morthens hefði skitið í sig. Hann dregur á eftir sér svartan ruslapoka. Hann dregur hann niður að nýrri gröf sem hefur aðeins verið lokað nýlega því það er enn ekki gróið í sárið og skóflurnar og grafan eru enn þarna. Maðurinn hendir pokanum frá sér og tekur upp skóflu og byrjar að grafa. Ég velti því fyrir mér hvað geti verið í pokanum þangað til ég sé hendi stingast út úr honum. Ég stífna algjörlega upp. Svartklæddi maðurinn er enn að moka holuna, svo ég laumast burt á meðan hann sér ekki til. Ég byrja að læðast í burtu. Það er þá sem hlutirnir verða erfiðir, karlinn sér mig. Ég byrja að hlaupa eins hratt og ég get með svartklædda manninn rétt á eftir mér. Ég er fljótur á bílaplanið og upp í bílinn. Ég set lykilinn í og sný eins hörkulega og ég get, tek hann úr handbremsu, set í annan gír og spóla möl yfir helvítið. Maðurinn stekkur upp í rauða bílinn og brunar á eftir mér. Ég er á öðru hundraðinu niður litla, grýtta malarveginn. Malarvegurinn er sirka þrír kílómetrar. Þegar vegurinn endar tek ég snögga beygju upp á aðalveginn, skipti yfir í fimmta gír og bruna langt á undan kvikindinu. Hann er samt ekki lengi að ná mér aftur og nú er hann orðinn pirraður og byrjar að skjóta á eftir mér. Ég hef aldrei séð annað eins, hann hallar sér út um gluggann á ryðgaða og sífellt hikstandi Fordinum. En nú sé ég endann fyrir mér, maðurinn er kominn upp að hliðinni á bílnum mínum. Hann tekur gífurlega í stýrið til hægri og sendir mig fljúgandi af veginum. Svo þarna ligg ég í vegkanti um miðja nótt og hugsa með mér hvað ég hafi gert vitlaust, hvað hafi eiginlega gerst og hvers vegna ég liggi þarna. Maðurinn stígur út úr Fordinum sínum, labbar að mér og ...

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.