Litli Bergþór - des. 2017, Blaðsíða 14

Litli Bergþór - des. 2017, Blaðsíða 14
14 Litli-Bergþór Þemaverkefni hjá börnum á Krummaklettum, sem eru á aldrinum 2 1/2 – 5 ára, eru tröll. Á föstudögum tökum við fyrir og skoðum nánar söguna um okkar mann hann Bergþór sem lifði í helli í Bláfelli. Hrefna er líka í þeirri sögu. Þetta þemaverkefni stendur yfir á haustönn 2017. Við styðjumst við söguna eins og hún er sögð í þjóðsögum Jóns Árnasonar (heppin vorum við að einhver skráði sögu hans). Þegar við segjum söguna nefnum við líka þann möguleika að sumir segi söguna öðruvísi, því hún er líka til í munnlegri geymd hér í Tungunum. Í þemaverkefninu er reynt að dýpka skilning barnanna og fá þau til að tjá sig um þemað í leik og listum, þannig að opnist fyrir þeim nýr heimur. Hlutverk okkar kennaranna er síðan að kynna verkefnið fyrir börnunum, vekja áhuga þeirra og fá þeim mismunandi efnivið til að túlka upplifun sína. Sagan af Bergþór er stórmerkileg saga um mann eða hálftröll sem ég hvet ykkur til að lesa. Unnið með verkefnið: Börnin voru spurð, áður en vinnan hófst, hvað þau vissu mikið um Bergþór og þau teiknuðu mynd af honum. Til að meta árangur af þemanu munum við biðja þau að teikna aðra mynd af Bergþór í lok tímabilsins. Bergþór í Bláfelli í leikskóla Við höfum farið yfir söguna og sagt hana með leikmunum og teiknað kort af ferð Bergþórs niður á Eyrarbakka. Við höfum skoðað fjallið hans, Bláfell og leikið tröll í útivist. Við höfum velt fyrir okkur hversu stór Bergþór og Hrefna hafi verið og teiknað þau í réttri stærð. Við höfum leyft þeim börnum sem vildu smakka mysu sem Bergþór fannst best að drekka á göngu sinni um sveitirnar. Flestum börnunum líkaði drykkurinn, en þó ekki öllum. Við höfum prentað út myndir af þeim hlutum sem sagðir eru frá Bergþór og haft þau í hæð barnanna svo þau geti skoðað þær. Við höfum talað um söguna í samverustund og þar eru börnin sammála um að Bergþór hafi verið góður og að sparifötin hans hafi verið blá. Sigrún Elfa Reynisdóttir: Emilía Ísold, Aðalbjörg, Kristjana Karen, Laufey Sól, Ásgerður. Torfi, Ásgerður, Sigurrós, Kristbjörg, Laufey Sól.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.