Litli Bergþór - des. 2017, Síða 44

Litli Bergþór - des. 2017, Síða 44
44 Litli-Bergþór Miklaholti bættu úr því og færðu mér þrjár kindur, sem ég setti inn í Litlu-Brún, lítið hús, sem byggt var á sama stað og boddýið af vörubílnum hafði áður staðið. Síðan var ég gjaldkeri fjallskilasjóðs í 42 ár, meira að segja í þrjú ár eftir að ég flutti á Selfoss. Og þegar kvótakerfið var sett á, fengum við 13 kinda kvóta! Frá 2008 hefur Eiríkur í Gýgjarhólskoti verið gjaldkeri. Ég náði að vera með þrem kynslóðum frá Bræðratungu í fjallskilanefndinni, með Skúla, Sveini og Kjartani. Á öðrum bæjum keyrði ég fyrir þrjá ættliði og held að ég hafi einhverntíma farið með flutning á hvern einasta bæ í Tungunum á starfsævinni. Í hreppsnefndinni var ég í 28 ár. Var næstum búin að koma Önnu prestsfrú í nefndina árið 1958. Vantaði bara 2-3 atkvæði uppá að hún kæmist inn! Ef það hefði tekist, hefði hún orðið fyrsta konan til að sitja í hreppsnefnd í Tungunum, sem hefði verið í frásögur færandi. Ég hafði frétt af því að hún hefði verið að „agitera“ fyrir mig í kosningunum á undan og næst „agiteraði“ ég því fyrir henni. Svona gekk það nú fyrir sig! Seinna var ég í hreppsnefndinni með Þuríði í Vegatungu og Ágústu í Úthlíð og með Höllu á Vatnsleysu fyrsta kjörtímabilið eftir að listakosningar byrjuðu 1986. Eftir það hætti ég. Ég gerði það stundum að gamni mínu fyrir kosningar að sækja fisk á Eyrabakka til Óskars á Jaðri, sem var í Mjölni, og selja á bæjunum í sveitinni. Sumir töldu að ég gæfi fiskinn í áróðursskyni, en það var ekki satt. Ég tel að það hafi að mörgu leyti verið auðveldara fyrir mig að sitja í hreppsnefnd og taka þátt í öðru félagsmálavafstri í Tungunum í öll þessi ár, þar sem ég átti ekkert skyldfólk í sveitinni. Eins og ég sagði, var ég yfirleitt gjaldkeri í þeim félögum sem ég var í. Ég var gjaldkeri í Ungmennafélaginu þar til ég varð sjötugur, reifst á hverjum aðalfundi við Sigurjón í Vegatungu um bókasafnið! Fundarmenn urðu nú að hafa einhver skemmtiatriði! Ég var gjaldkeri í húsnefnd Aratungu í níu ár fyrir hreppsnefndina og einnig gjaldkeri fyrir Reykholtssundlaug. Seldi inn á sveitaböllin frá um 1975 og þar til þau hættu og fór yfirleitt síðastur af ballinu. Þá beið lögreglan stundum eftir mér og lét mig blása, en þeir höfðu lítið upp úr því. Ég hef alltaf verið bindindismaður! Ég var í sóknarnefnd Torfastaðakirkju í 12 ár, sá um að slá garðinn og er minnisstætt þegar ég heyrði út um glugga í Guðmundi Gíslasyni, sem þá bjó á Torfastöðum, æfa söng. Það var ágætasta skemmtun. Í stjórn sjálfstæðisfélagsins Hugins, sem var sjálfstæðisfélagið í uppsveitum Árnessýslu, var ég í 15-16 ár, og að sjálfsögðu gjaldkeri. Sigurður í Syðra-Langholti og Steinþór á Hæli voru með mér í þessari stjórn. Í stjórn Veiðifélags Hvítárvatns var ég kosinn af hreppnefndinni og var þar með Sveini í Tungu og Guðmundi á Vatnsleysu. Stjórnin sá um að gera leigusamninga um veiði í Hvítárvatni og hittist yfirleitt einu sinni á ári. Í ritnefnd Bergþórs, blaðs Ungmennafélagsins, sem var fyrirrennari þessa blaðs sem nú kemur út, var ég á árunum 1963–1968. Það komu út þrjú blöð, en þá lognaðist það útaf. Nú, svo má geta þess að ég var lengi í skólanefnd barnaskólans í Reykholti og kom þar að því að semja um skólaaksturinn við bílstjórana þegar skólaakstur hófst 1967. Fyrir daga sjónvarpsins var mikið spilað milli bæja. Spiluð vist og ég man sérstaklega eftir tilþrifunum hjá Gunnari á Efri-Reykjum. Hann sagði ekkert nema heila, hálfa eða forhandar grand! Sveinn í Miklaholti var hinsvegar mikill nóló-maður. En Ingvar, faðir Gunnars, og Sveinn voru hálfbræður frá Miklaholti. María Eiríksdóttir, kona Bjarna Guðmundssonar á Bóli var systir þeirra. En þau María og Bjarni voru foreldrar Eiríks frá Bóli (sem var þekktur tónlistarmaður og hótelhaldari í Hveragerði m.a.) og Sigrúnar, konu Sigurðar Greipssonar. Eins og ég sagði, hætti ég að keyra um sjötugt en var áður byrjaður að vinna á Selfossi á skrifstofu Mjölnis sem framkvæmdastjóri. Byrjaði þar þegar ég varð 67 ára árið 1992. Ók í 13 ár ofan úr Tungum á hverjum degi og til baka aftur, eða þar til við hjónin seldum Brún og fluttum á Selfoss árið 2005. Þá hafði ég búið á Syðri- Hreppsnefnd Biskupstungnahrepps 1974-1978. Talið f.v: Róbert Róbertsson Brún, Gísli Einarsson oddviti, Kjarnholtum, Sveinn Skúlason Bræðratungu, Jón Þ. Einarsson Neðradal, Björn Erlendsson Skálholti, Sigurður Þorsteinsson Heiði og Arnór Karlsson Bóli. Myndin er tekin úr bókinni „Sunnlenskar byggðir I“ frá árinu 1980.

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.