Litli Bergþór - des. 2017, Blaðsíða 12

Litli Bergþór - des. 2017, Blaðsíða 12
12 Litli-Bergþór ENGI 1985 Sigrún Reynisdóttir (f. 21.01.1961) og Ingólfur Guðnason (f. 12.08.1956) bjuggu á Lindarbrekku frá maí 1985 – maí 1988, meðan þau voru að byggja upp á Engi. Þau höfðu fengið land þar sem Höfðavegur og Ferjuvegur mætast. Vestan við það land fékk Snorri Björn Arnarson (f. 17.05.1957) land, sem ekkert varð meira gert með og það land fengu eigendur Engis síðar. Engi. Fjölskyldan á Engi. Ingólfur og Sigrún fluttu í íbúð sem var sambyggð gróðurhúsinu sem þau byggðu, en þar er einnig pökkunaraðstaða. Þar bjuggu þau þar til þau fluttu í nýtt hús sitt árið 2012. Engi seldu Sigrún og Ingólfur í ágúst 2017 og fluttu í Hveragerði. Börn Ingólfs og Sigrúnar eru: Svanhvít Lilja (f. 09.01.1983) býr í Reykjavík, Reynir Arnar (f. 02.03.1986) býr á Selfossi og María Sól (f. 26.08.1991) býr í Reykjavík. Nýir eigendur Engis eru Peter Cole (f. 20.01.1966) og Bethan Cole (f. 06.04.1971), en þau eru frá Bretlandi og eiga tvíburana Agnesi Emmeline og Þóru Boadicea (f. 09.03.2015). LEIÐRÉTTING - AKUR Í 2. tbl. 2016 urðu þau mistök að greina ekki rétt frá hvernig búsetu Helga og Margrétar var háttað á Akri, en hún var eins og hér segir: Árið 1978 fluttu þau Margrét (Maggý) Sverrisdóttir (f.21.03.1957) frá Hrosshaga og S. Helgi Guðmundsson (f. 25.06.1955) í aðstöðuhúsið. Stuttu síðar hófu þau byggingu íbúðarhúss, sem þau fluttu í 1980. Síðsumars það ár fékk saumastofan Strokkur til afnota um það bil helming hússins á móti þeim, en stofan var þarna til húsa í um það bil ár. Á Akri voru Maggý og Helgi síðan til 1. desember, 1984, þegar þau fluttu í Hrosshaga, en Sverrir og Fríða fluttu á Akur í þeirra stað. Blaðið biðst velvirðingar á því að hafa ekki farið rétt með þetta. Litli-Bergþór óskar lesendum sínum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.