Litli Bergþór - des. 2017, Blaðsíða 21

Litli Bergþór - des. 2017, Blaðsíða 21
Litli-Bergþór 21 að spila á þessum höggafjölda og þá byrjar fjörið. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með forgjöfinni lækka, sérstaklega á golfmótum með góðum félögum. Kylfingur sem gengur í golfklúbb fær aðgang að vef Golfsambands Íslands www.golf.is og skráir höggin sín þar inn. Þá reiknar vefurinn út hversu marga punkta kylfingur vinnur sér inn. Á Íslandi notum við svokallað Stableford punktakerfi til að mæla árangurinn. Þá fáum við fleiri punkta fyrir að fara á færri höggum. Forgjöfin gerir það að verkum að allir geta spilað saman á jafnréttisgrundvelli. Byrjandi og sá sem lengra er kominn keppa með forgjöf. Golfið spyr ekki heldur um aldur eða kyn, það geta allir leikið sér saman ef þeir eru með forgjöfina rétt skráða. Góður félagsskapur í skemmtilegum golfklúbbi Það er mjög gefandi og skemmtilegt að vera félagi í golfklúbbi, því það er skemmtilegt að vera í félagsskap með fólki sem hefur sama áhugamál og maður sjálfur. Við spilum saman bæði á golfmótum og þegar við bókum rástíma á www.golf.is. Einnig eiga klúbbfélagar það til að mæla sér mót á vellinum, taka skemmtilegan leik og setjast svo inn í skála, eða bjóða heim til sín og eiga góða stund saman eftir leik. Stundum er farið í „golfferðir“. Þá taka félagarnir sig saman og keyra á nærliggjandi golfvöll og eiga saman gleðistund. Að golfinu loknu er haldið áfram að skemmta sér og þá er farið yfir hverja braut fyrir sig og oftar en ekki rætt um allt það sem fór úrskeiðis. Þarna ættum við þó kannski að gera meira af því að monta okkur af því sem gekk vel. Ferðast með golfsettið En það allra skemmtilegasta við golfið er að ferðast með settið. Við hjónin höfum oft farið í góðar golfferðir, bæði með vinum og svo tvö saman. Við höfum ferðast víða með settin okkar, eða fengið leigusett. Fórum einu sinni í ferð um Ítalíu, komum við í Feneyjum og tókum vatnaTaxa (gondól) með golfsettin með okkur. Það var mjög fyndið, en engu að síður eina leiðin til að skoða Feneyjar og spila golf í næsta þorpi. Við höfum farið í margar ferðir til Skotlands, Englands og Spánar og við höfum spilað í Bandaríkjunum, í Flórída, New Jersey, South Carolina og Californiu. En núna á þessu ári spiluðum við í Grikklandi og Tékklandi (við borgina Prag). Það má segja að Gríski golfvöllurinn á Cost Navarino sé núna uppáhaldsvöllurinn okkar því ég náði þar þeim einstaka árangri að fara holu í höggi. Hér er boltinn í holunni – eftir eitt högg á The Bay Cors í Grikklandi. Ég og Hrönn Greipsdóttir staddar í golfi á glæsilegum golfvelli í Monterey í Californíufylki í Bandaríkjunum.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.