Litli Bergþór - des. 2017, Blaðsíða 47

Litli Bergþór - des. 2017, Blaðsíða 47
Litli-Bergþór 47 Í fréttinni sagði ennfremur: Bygging brúar hjá Iðu, var að einhverju leyti hafin á síðastliðnu hausti, en þótti nú nokkur vafi á, að því verki yrði haldið áfram. Framkvæmdir við brúna lágu alveg niðri árið 1952, hverju svo sem um var að kenna. Nærtækast er að ætla að talsverð átök hafi átt sér stað um málið þó ekki hafi ég fundið þeim stað. 1953 1953 var kosningaár og eins og þekkt er, fer oft að komast hreyfing á mál í aðdraganda kosninga. Frá 1950 hafði ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks setið við völd undir forsæti Steingríms Steinþórssonar. Í Tímanum þann 25. janúar 1953 birtist frétt undir fyrirsögninni: Brú á Hvítá aðkallandi nauðsyn. Í fréttinni sagði að líkur væru taldar á að haldið yrði áfram með verkið þá um sumarið. Jafnframt að reiknað væri með að verkið tæki tvö til þrjú ár, enda um eina af mestu brúm landsins að ræða. Í mars var fjallað um brúna í Alþýðublaðinu undir fyrirsögninni: Byrjað á Hvítárbrúnni hjá Iðu 1951, en ekkert gert síðan. Í fréttinni sagði síðan: Heyrst hefur að eitthvað eigi að vinna í brúargerðinni í vor, að minnsta kosti fyrir kosningarnar, en vafalaust verður það fyrst og fremst til málamynda. Sumarið 1953 var vestari/syðri stöpullinn reistur á Iðuhamri. Í september tók síðan við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forsæti Ólafs Thors. 1954 Ekkert var unnið við brúna 1954, vegna verkfalls verkfræðinga, að sagt var, en nú var hún komin fremst í forgangsröðina ásamt brú yfir Skjálfandafljót. Í mars segir svo um brúna í fréttum frá Alþingi í Mbl.: Liggur næst fyrir að Ijúka brúnum á Hvítá hjá Iðu og á Skjálfandafljóti og þarf til þess um 4,1 millj. kr. eða sem næst tveggja ára tekjur brúarsjóðs, eins og þær eru nú. Sjálfstæðismenn í Árnessýslu skoruðu á Alþingi í desember, þar sem þeir töldu Strengur dreginn yfir ána. Það má greina mjórri línu sem strengirnir voru hengdir í og þannig, hver af öðrum dreginn milli stöplanna. Í bátnum eru menn tilbúnir að bregðast við ef eitthvað ber út af. Myndin er tekin frá Iðuhamri og fjær má sjá Launrétt. Mynd frá Vegagerðinni Búðir brúarvinnumanna vestan ár. Í baksýn barnaheimili Rauða krossins (Krossinn). Skúrinn sem næst stendur var verkstjóraskúrinn. Að sögn var raðað í tjöldin í virðingarröð, þannig að virðingin fór þverrandi eftir því sem tjöldin voru fjær verkstjóraskúrnum. Tveir voru í hverju tjaldi og líklega var ekki komið timburgólf í tjöldin á þessum tíma, en þau komu um þetta leyti. Mynd frá Vegagerðinni. F.v. ógreindur, Jón Eysteinsson, Haukur Einarsson, Gestur Magnússon, Marinó Þ. Guðmundsson, Ragnar (sterki)? Mynd frá Vegagerðinni

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.