Litli Bergþór - des. 2017, Blaðsíða 6

Litli Bergþór - des. 2017, Blaðsíða 6
6 Litli-Bergþór Nú hefur ritstjórn skorað á mig að skrifa ritstjórnargrein á heimspekilegum nótum, vegna þess að ég sat á liðnum vetri nokkra tíma í heimspeki á fyrsta ári í HÍ! Ekki lofa ég því, enda er stutt ágrip af tvöþúsund ára sögu heimspekinnar, og örkúrsar í stjórnmálaheimspeki og gagnrýninni hugsun, ekki nægur grundvöllur til þess. Árangur líka tvísýnn, því mér sýnist að menn séu enn að velta sömu hlutunum fyrir sér og gera sömu mistökin og fyrir 2000 árum! Á Íslandi erum við svo heppin að við búum við lýðræði og nú undanfarið höfum við fengið hvert tækifærið á fætur öðru til að nýta kosningarétt okkar og hafa áhrif á það, hverjir veljast til að stjórna landinu. Það skiptir auðvitað máli að nýta kosningaréttinn, því hann er ekki sjálfsagður og hefur kostað fórnir og það skiptir líka máli að velja gott fólk á þing. Þegar þetta er skrifað standa yfir stjórnarmyndunarviðræður. Vonandi eru þær á skynsamlegum nótum. Mér hefur oft undanfarið verið hugsað til mannlegra samskipta og hvað það er sem gerir góð samskipti möguleg. Það getur átt við í alþjóðamálum, á alþingi okkar Íslendinga – eða í samskiptum okkar hvert við annað hér heima. Þá getur verið gagnlegt að horfa til annarra þjóða, bæði til að læra af þeim sem hafa lengsta sögu siðmenningar og eins til að varast vítin. Víti til að varast væri t.d. yfirgangur í krafti meirihluta – (eða herstyrks) – með virðingarleysi og tillitsleysi, sem því fylgir. Það veldur reiði og hatri hjá þeim sem fyrir verða og oft ofbeldisfullum viðbrögðum – jafnvel hryðjuverkum. Prófum að setja okkur í nýleg spor. Við búum hér í þokkalega góðu samfélagi, reyndar ekki allir ánægðir með stjórnvöld, sem þykja nokkuð gerræðisleg í ákvörðunum gagnvart sumum. En svo kæmi utanaðkomandi „bjargvættur“ með herafla sinn og varpaði sprengjum á Laugarás, Reykholt og Laugarvatn til að uppræta stuðningsmenn hinna vondu stjórnvalda. Fórnarkostnaður yrði að mamma og amma og litli bróðir færust óvart í árásunum og frændi væri týndur. – En það var ekki viljandi, „skita skeður“. Afsakið, þetta var jú fórnarkostnaður. - Þetta dæmi er auðvitað út úr öllu korti. En myndum við þakka bjargvættinum? Lykilatriði í góðum samskiptum hlýtur að vera að sýna hvert öðru virðingu og traust. Það fær maður svo margfaldlega endurgoldið. Tala af kurteisi við náungann, rökræða á málefnalegan hátt, án þess að lenda í persónulegu skítkasti. Það er nefnilega í lagi að aðrir hafi aðrar skoðanir en við sjálf og óþarfi að taka það sem persónulega árás. Grundvöllurinn eru mannréttindi, eins og þjóðir heims hafa komið sér saman um í „Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna“: Að „sérhver manneskja er borin frjáls og jöfn öðrum að virðingu og réttindum. Að allir eiga jafnt tilkall til mannréttinda án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna“. - Þetta er vert að hafa í huga. Ef okkur tekst að haga samskiptum okkar þannig að við höldum friðinn, náum við að vinna saman að nauðsynlegum verkefnum sem fyrir liggja, í stað þess að lenda í skotgröfunum. Það Uuu..h, missti ég af einhverju? Ritstjórnargrein

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.