Litli Bergþór - des. 2017, Blaðsíða 8

Litli Bergþór - des. 2017, Blaðsíða 8
8 Litli-Bergþór Molarnir er æskulýðsfélag kirknanna í Skál- holtsprestakalli, en þær eru Torfastaðakirkja, Skál holts dómkirkja, Haukadalskirkja, Bræðra- tungu kirkja, Mosfellskirkja í Grímsnesi, Stóru- Borgarkirkja, Búrfellskirkja, Miðdalskirkja, Úlf- ljótsvatnskirkja og Þingvallakirkja. Starfið er fyrir unglinga á aldrinum 13 – 16 ára. Fundir eru haldnir á mánudögum í Skálholtsbúðum á milli kl. 20 og 22 og að sjálfsögðu eru allir velkomnir. Á fundunum að- hafast krakkarnir ýmislegt og reynt er að höfða til allra þegar kemur að dagskrá fundanna. Það sem hefur verið á dagskrá hjá okkur í vetur eru meðal annars hópleikir, spil, myndbandsgerð, bíófundur, subbufundur og traustsleikir. Í Molastarfinu nálgast unglingarnir trúna með skemmtilegum og uppbyggilegum hætti. Margir fundir eru framundan með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá. Helgina 20. – 22. október fórum við saman á Landsmót Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar, ÆSKÞ, sem haldið var á Selfossi. Krakkarnir söfnuðu sér að stórum hluta sjálfir fyrir þátttöku sinni í mótinu með fjáröflun sem haldin var í tengslum við það. Þar komu saman um það bil 250 krakkar frá æskulýðsfélögum um allt land. Molarnir kynntust krökkum frá hinum og þessum landshlutum. Meðal þess sem var á dagskrá mótsins voru kvöldvökur, bænastundir, hópastarf, ratleikur, umhverfisfræðsla og hæfileikakeppni. Molarnir fara í tvö ferðalög á ári. Fyrra ferðalagið er Landsmótið sem er nýafstaðið. Staðsetning mótsins breytist á hverju ári, og er það gert til þess að krakkarnir fái að kynnast ýmsum stöðum á landinu, t.a.m. verður næsta landsmót haldið á Egilsstöðum. Seinna æskulýðsmótið er Febrúarmótið. Það er haldið árlega í Vatnaskógi og er fyrir unglinga í æskulýðsfélögum á höfuðborgarsvæðinu, á Selfossi og í Skálholtsprestakalli. Um starfið í ár sjá Konný Björg Jónasdóttir og Bríet Inga Bjarnadóttir, en einnig er Alexander Danielo Alcivar leiðtogi í Molunum. Meðfylgjandi eru ljóð sem krakkarnir sömdu sjálfir um starfið. Molarnir æskulýðsfélag Aftari röð: Helga, Snæfríður, Lísa, Salka Kristín, Sindri, Ási, Jóna og Guðrún. Fremri röð: Sólrún og Svanur. Konný Björg Jónasdóttir:

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.