Litli Bergþór - des. 2017, Blaðsíða 18

Litli Bergþór - des. 2017, Blaðsíða 18
18 Litli-Bergþór Fréttir frá Skálholti Litli Bergþór hefur spurt frétta úr Skál- holti. Það er mér bæði heiður og ánægja að svara þótt í sím skeytastíl verði. Nýjustu fréttir eru þær að nú hafa starfsmenn Oidtmann verkstæðisins í Linnich í Þýska landi tekið niður fimm glugga í Skálholts- kirkju og flutt þá til viðgerða á verkstæði sínu, þar sem gluggar Gerðar Helgadóttur voru framleiddir á sínum tíma, eins og líka mósaík mynd Nínu Tryggvadóttur yfir altarinu. Kostn- aðurinn við þennan hluta viðgerðanna verður greiddur af Verndarsjóði Skálholtsdómkirkju, sem stofnaður var með skipulagsskrá á síðasta ári og hefur verið safnað í sjóðinn með framlögum frá fyrirtækjum og einstaklingum. Einnig eru það nýjar og góðar fréttir að Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum snemma í nóvember á grundvelli samþykktar Skipulagsnefndar að heimila að deiliskipulag fyrir Skálholtsjörðina alla megi fara í auglýsingu. Þar með er staðfest að nýtt deiliskipulag tekur væntanlega gildi næsta vor, eins og áformað var, nema eitthvað óvænt hendi. Ein aukaafurð deiliskipulagsvinnunnar var skráning allra fornminja í landi Skálholts. Fornminjar reynast vera á yfir sextíu stöðum og eru um það bil tvöhundruð. Ekki er í skipulaginu gert ráð fyrir neinum nýjum byggingum á Skálholtsþúfunni sjálfri, nema að breytt verður inngangi inn í biskupshúsið svokallaða, en ákveðið hefur verið að breyta notkun þess húss bæði til þjónustu fyrir gesti staðarins og ferðamenn og einnig til að bæta aðstöðuna fyrir starfsemina og starfsfólkið á staðnum. Tvær arkitektastofur fengu það verkefni að gera tillögur um nýtt skipulag í húsinu. Dómnefnd hefur verið skipuð og skal skila tillögum til hennar 21. nóvember. Síðan skal dómnefnd skila niðurstöðum 8. desember. Vonandi tekst að ljúka fyrsta áfanga, sem er breyting á kjallara hússins, fyrir sumar. Búið er að klæða stóra skálann í Skálholtsbúðum og skipta um alla glugga, sem nú eru jafnframt björgunarop. Það hefur löngum verið áhyggjuefni að ekki væri nægilega auðvelt að rýma húsið ef eldur kemur upp. Þó að nú sé búið að endurnýja allar kaldavatnslagnir á staðnum, þá er ekkert slökkvivatn. Það er sömuleiðis búið að endurnýja allan búnað hitaveitunnar úr Þorlákshver og setja þar upp varamótor til að tryggja stöðugleika í vatnsmiðlun. Fyrir utan viðgerðina á gluggum Skálholtsdómkirkju, liggur fyrir úttekt á viðgerðaþörf kirkjunnar, sem verður mjög kostnaðarsöm. Í því samhengi er ánægjulegt að nefna, að eftir erfiða skuldastöðu til margra ára, Gengið til messu á Skálholtshátíð 2017. Ljósm. Bóas Kristjánsson. Kristján Valur Ingólfsson:

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.