Litli Bergþór - des. 2017, Blaðsíða 24

Litli Bergþór - des. 2017, Blaðsíða 24
24 Litli-Bergþór Páll M. Skúlason: „Hvert ertu að fara, pabbi?“ „Ég þarf að hitta skattakallinn“. „Megum við koma með? Gerðu það?“ „Koma með? Ja, þá er eins gott að þið verðið stilltir“. „Af hverju? Er skattakallinn eitthvað hættulegur?“ „Nei, nei, en hann setur stundum óþæga krakka í skattholið“. Það voru þæg börn sem fengu að fylgja föður sínum til skattakallsins þennan dag. Í barnshuganum varð til mynd af gluggalausri, ljóslausri, læstri kytru: skattholi skattakallsins. Auðvitað er þetta stutta samtal ekki orðrétt eins og það hljómaði fyrir um það bil 55 árum. Faðir minn þurfti að koma einhverjum pappírum til hreppstjórans í tengslum við skattframtal, en þau mál voru þá í höndum þess embættismanns, en ekki einhvers andlitslauss skrifstofubákns í Reykjavík. Hreppsstjórinn á þessum tíma var sá ágæti maður, Erlendur Björnsson á Vatnsleysu. Í fjölskyldunni, bar hann ávallt starfsheitið „skattakallinn“ og naut óttablandinnar virðingar í samræmi við það. Það var ekki fyrr en allmörgum árum seinna að ég Skatthol skattakallsins áttaði mig á því að til var húsgagn sem kallaðist skatthol. Þetta húsgagn var ekki ólíkt kommóðu/dragkistu en var einnig skrifborð og hirsla fyrir ritföng, pappír, sendibréf og ýmsa persónulega muni eigandans. Það kann vel að vera að hreppstjórinn hafi átt húsgagn af þessu tagi. Þrátt fyrir að Gylfi og Pétur hafi endanlega lagt hlustunarpípurnar á hilluna, heldur lífið áfram á heilsugæslunni í Laugarási. Undirritaður er að klára fyrsta árið sem héraðslæknir í Uppsveitum Árnessýslu og þá eru bara 29 ár eftir til að jafna met áðurnefndra höfðingja. Erfiðlega hefur gengið að fá lækna til að ráða sig fast á stöðina en nú horfum við vonandi fram á betri tíð hvað það varðar. Andri Kristinsson sérfræðingur í heimilislækningum hefur ráðið sig í eitt ár til að byrja með frá og með næstu áramótum, en hann hefur verið í afleysingum hér í haust og líkað vel. Hann mun væntanlega setjast að í læknabústaðnum í Laugarási ásamt konu sinni og barni eftir áramótin. Þá verður einnig auglýst eftir sérnámslækni í heimilislækningum frá áramótum og takist að fá unglækni til okkar þá verður læknamönnun tryggð næstu árin. Í vor og svo aftur nú í haust var bara einn læknir við störf og það dugar engan veginn og bið eftir tímum varð allt of löng. Í sumar fengum við tvo læknanema til starfa og mun annar þeirra, Kristinn Agnarsson frá Jaðri í Hrunamannahreppi, koma aftur til okkar í nóvember og desember. Væntanlega mun bið eftir læknatímum því styttast fljótlega. Hvað hjúkrunarþáttinn varðar þá er full mönnun í öllum stöðugildum sem við höfum úr að spila. Mikil aukning hefur orðið á heimahjúkrun síðast liðna mánuði og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun og því er ljóst að þörf er á fleiri stöðugildum hjúkrunarfræðinga sem fyrst. Sigurjón Kristinsson héraðslæknir í Laugarási. Starfið á heilsugæslustöðinni í Laugarási

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.