Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Blaðsíða 22

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Blaðsíða 22
22 www.virk.is VE LF E R Ð A R K E R FI Ð Vinnuálag hefur áhrif á heilsu „Ég vinn eftir starfslýsingu sem Lækna- félag Íslands lét útbúa fyrir nokkrum árum og samræmist vel mínum hug- myndum um starf trúnaðarlæknis. Ég er ekki heimilislæknir starfsfólksins og skrifa ekki lyfseðla né sendi einstaklinga í hefðbundnar rannsóknir. Ef starfsmenn verða veikir tel ég að þeir eigi fyrst að leita til heimilislækna sinna og í framhaldinu til sérfræðinga eftir þörfum. Ábyrgð mín sem trúnaðarlæknis er ekki aðallega að finna út nákvæmlega hvað amar að sjúklingnum eða lækna tiltæk mein. Viðfangsefni mitt er að líta á málið í heild sinni, t.d. hvernig vinnan og vinnuumhverfið hefur áhrif á heilsu og starfsgetu viðkomandi eða öfugt,“ útskýrir hún. „Ef það eru einhverjar takmarkanir í vinnuumhverfinu sem þjaka starfsmanninn og læknar úti í bæ geta hvorki greint né bætt ástæður, reyni ég að koma þar að. Þegar starfsmanni líður ekki vel í vinnu, t.d. vegna líkamlegs álags eða erfiðs andrúmslofts, þá getur það farið illa með heilsufar hans í heild. Rannsóknir sýna t.d. að ef starfsmaður upplifir óréttlæti á vinnustað þá getur það skapað bólgumyndun í líkamanum sem getur stuðlað að verkjum eða valdið aukinni áhættu á að fá hjarta- eða æðasjúkdóma. Við þurfum því að vera vel á verði ef fólki líður illa á vinnustaðnum,“ útskýrir Linn. Aukið álag Hún viðurkennir að vinnuálag hafi aukist töluvert á starfsmenn Landspítalans á undanförnum árum með tilkomu mikils niðurskurðar. „Þessi síðustu ár hafa verið erfitt tímabil fyrir marga, bæði starfsmenn og stjórnendur. Kerfið hér innanhúss hefur stundum verið nálægt því að ofhitna, þ.e. að mönnunin er í lágmarki og sjúklingarnir mikið veikir. Slíkt álag getur ógnað heilsufari starfsmanna til lengri tíma litið. Eitt aðaláhyggjuefni mitt er hversu fá tækifæri eru í dag fyrir starfsfólkið að pústa því álagið er stöðugt og hvíldarstundir fátíðar. Við sættum okkur gjarnan við erfiðar vinnutarnir, þær hafa alltaf verið og munu alltaf verða hluti af vinnuumhverfi okkar og menningu í heilbrigðisgeiranum. Til að takast á við slíka álagstoppa þurfa menn hins vegar pásur, bæði til að geta náð sér á strik aftur, endurheimt orku og til að viðhalda samstarfsandanum. Ef álagið er stöðugt er meiri hætta á að fólk brenni út í starfi, bæði andlega og líkamlega. Starfsmenn sem hafa glímt við einhvern undirliggjandi veikleika, sem þeir hafa þó getað lifað með árum saman, líður verr undir stöðugu álagi eins og nú er orðið,“ greinir Linn frá og segir að gerðar séu starfsmannakannanir og stjórnendamat innan spítalans til að fylgjast með líðan fólksins frá ári til árs. Jákvæð aðstoð „Nokkuð margir skjólstæðingar mínir eru í ráðgjöf hjá VIRK. Ég myndi segja að sú þjónusta sé himnasending fyrir okkur. Það er gott fyrir mig og heimilislækninn að vita að það sé til þjónusta sem hlúir að einstaklingnum og reynir að halda utan um mál hans. Heimilislæknirinn hefur sitt hlutverk í að greina og meðhöndla veikindin, ég hef annað hlutverk sem snýst um að skoða málið í ljósi vinnunnar og nú er VIRK með í ferlinu sem nýr aðili sem getur gert heildarmat á viðkomandi einstaklingi og beint honum á réttar brautir. Skjólstæðingar mínir hafa upplifað þessa aðstoð jákvæða gagnvart eigin sjálfsmynd. Nokkurs konar staðfestingu á því að þeir séu metnir að verðleikum sem persónur og einnig sem góðir starfskraftar,“ segir Linn ennfremur. „Ég vona að biðtími eftir ráðgjafa á vegum VIRK verði aldrei mjög langur. Það getur verið lykilatriði að einstaklingurinn komist fljótt að hjá ráðgjafanum. Það þarf að minnsta kosti að vera áður en hann gefst upp. Ég er í góðu sambandi við ráðgjafa VIRK. Einnig hefur ráðgjafi frá VIRK komið á fundi með okkur á spítalanum þar sem flókin endurhæfingarmál eins starfsmanns hafa verið rædd að honum viðstöddum. Eftir slíkan fund eru allir sammála um stöðu mála, raunhæf markmið og allir aðilar vita hvert hlutverk þeirra er. Markaðurinn fyrir heilbrigðisstarfsfólk er hins vegur tregur núna og þess vegna torveldara fyrir okkur að færa fólk til í starfi sem væri annars æskileg lausn í sumum tilvikum. Sveigjanleiki er lítill og hreyfingin nær engin á vinnumarkaðnum. En vonandi er þetta tímabundið ástand sem mun batna í þá veru að hugmyndafræði og möguleikar samræmist betur.“ Langur veikindaréttur „Með VIRK hafa opnast möguleikar til þess að vinna markvisst með vandamál starfsmanns í stað þess að hann sé látinn afskiptalaus í löngu veikindaleyfi. Sumir starfsmenn hafa launaðan veikindarétt í heilt ár, en það er ákaflega dýrt fyrir fyrirækið ef sá tími er ekki vel nýttur. Kannanir sýna að fólk sem dettur út af vinnumarkaði í lengri tíma er í hættu að koma ekki aftur til starfa. Við reynum að hafa samband við einstaklingana til að styðja þá en það þarf að sjálfsögðu að skoða hvert mál fyrir sig. Við erum ekki að eltast við fólk þar sem eðli veikinda eru skýr og ástæður veikindafrísins augljósar. Ég er fremur að tala um langvarandi veikindi í stoðkerfi, andlega vanlíðan og þreytu. Þetta eru mál þar sem sálfélagslegir þættir, bæði í vinnu og einkalífi, hafa áhrif. Ég hef ekki orðið vör við annað en að fólk sé ánægt með þau úrræði sem VIRK hefur boðið, enda viljum við að allt fari fram með gagnkvæmri virðingu þannig að hægt sé að skipuleggja vel og vandlega endurkomu til vinnu. Það er gott þegar trúnaðarlæknir, heimilislæknir, endurhæfingarstöðvar og VIRK geta unnið fljótt og vel saman. Markvisst samstarf skilar sér til baka í heilbrigðum starfsmanni,“ segir Linn ennfremur. Heilsuvernd og heilsuefling „Í mínum huga er heilsugæslan horn- steinn heilbrigðiskerfisins og það á hún að vera. Ég segi það ekki bara vegna þess að ég er sjálf menntuð heimilislæknir, heldur eru margar alþjóðlegar rannsóknir sem staðfesta það. Ég vona að yfirvöld leggi áherslu á að efla heilsugæsluna á Íslandi. Hér á landi eru trúnaðarlæknar ekki áberandi í atvinnulífinu sem frumkvöðlar í heilsuvernd og forvarna- starfsemi. Fólk tengir starfið meira við lækni sem hefur eftirlit með vottorðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.