Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Blaðsíða 73

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Blaðsíða 73
73www.virk.is ATVINNULÍF vinnuumhverfi, stuðningur stjórnenda og skýrir verkferlar varðandi tilkynningar og endurkomu til vinnu eftir veikindi eða slys, geta haft afgerandi áhrif á hversu auðvelt er að fara aftur í vinnu þrátt fyrir minniháttar heilsufarsleg óþægindi eða einkenni. Stjórnendur gegna lykilhlutverki við stjórnun og meðferð fjarvista en mikil- vægt er að allir starfsmenn þekki til stefnu vinnustaðarins og þeirra viðmiða sem unnið er eftir. Til að ná sem bestum árangri í fjarvistastjórnun er mikilvægt að samtarf sé gott og að gagnkvæmur skilningur sé milli stjórnenda og starfs- manna á vinnustaðnum. Starfsfólki er mikilvægt að sjá að fjarvistastefnan sé lifandi og að stjórnendur jafnt sem starfsmenn taki hana alvarlega. Það ætti að vera hluti nýliðafræðslu að upplýsa starfsmenn um fjarvistastefnu fyrirtækis og þær leiðir sem farnar eru til að fylgja henni eftir. Árangursrík fjarvistastefna þarf að taka tilliti til fjölbreyttra ástæðna fyrir fjarvistum og þróa viðeigandi eftirfylgni og sveigjanleika. Einnig er mikilvægt að taka tillit til þess og viðurkenna að starfsmenn þurfa stundum að taka sér frí frá vinnu og hafa til þess réttmætar ástæður. Ákveðið hlutfall veikindafjarvista er óumflýjanlegt og sérhver fjarvistastefna verður að búa yfir nauðsynlegum stuðningi við veika starfsmenn. Grundvallarmarkmiðið er að auðvelda fólki skjóta og örugga endurkomu til vinnu, enda er vinnan mikilvægur þáttur í því að ná aftur starfsþreki eftir veikindi. Á heimasíðu VIRK er að finna ýmsar upplýsingar og leiðbeiningar um fjar- vistastjórnun og þar á meðal Tíu ráð til að draga úr fjarvistum vegna veikinda. Hér má sjá dæmi um fjarvistastefnu og endurkomu til vinnu skref fyrir skref. Skref fyrir skref Stefna fyrirtækisins í • fjarvistastjórnun er til þess að standa vörð um velferð starfsmanna og aðstoða starfsmenn aftur til starfa sem fyrst eftir veikindi og slys. Það er mikilvægt að upplýsa starfsmenn um þetta. Stjórnendur fyrirtækja móta • fjarvistastefnu í samráði við fulltrúa starfsmanna og í samræmi við ákvæði kjarasamninga og laga eftir því sem við á. Stefnan þarf að innihalda einfaldar • leiðbeiningar og skýrt ferli um tilkynningu veikinda og samskipti milli stjórnenda og starfsmanna varðandi fjarveru vegna veikinda og endurkomu til vinnu. Hún getur einnig innihaldið dæmi um hvernig fyrirtækið getur tekið tillit til sérstakra aðstæðna, t.d með því að bjóða upp á styttri vinnuviku, að bjóða stafsmanni léttara starf tímabundið eða veita viðkomandi leyfi frá vinnu til að fara til læknis eða í endurhæfingu. Upplýsa þarf starfsmenn um stefnu • fyrirtækisins varðandi stjórnun veikindafjarvista og hvaða ferli og ráðstafana verði gripið til á mismunandi tímum fjarveru. Allir starfsmenn þurfa að fylgja • reglum og leiðbeiningum vinnustaðarins varðandi tilkynningar um fjarveru frá vinnu. Það er mikilvægt að sama stefna og sömu vinnuferlar eigi við um alla starfsmenn vinnustaðarins. Starfsmenn skulu alltaf gera • grein fyrir veikindafjarveru sinni til næsta yfirmanns og /eða til annarra skilgreindra aðila innan vinnustaðarins. Yfirmaður heldur utan um • skráningu fjarvista á kerfisbundinn hátt og tekur út yfirlit og greinir fjarvistir reglulega, t.d. ársfjórðungslega. Yfirmaður eða fulltrúi hans • (starfsmannastjóri eða góður samstarfsfélagi) hefur reglulega samband við veikan starfsmann, og sýnir eðlilega umhyggju. Aðstæður eru mismunandi hverju sinni og því er ekki auðvelt að setja fram algildar vinnureglur, en mikilvægt er að hafa samband á fyrstu vikum veikinda og reglulega eftir það. Hvetja skal starfsmann til að vera í • sambandi við vinnufélaga sína og koma í heimsókn t.d. á matar- og kaffitímum. Mikilvægt er að stjórnandi fari yfir • fjarvistaskráningu reglulega og sé meðvitaður um tíðni og ástæður fjarveru starfsmanna sinna. Ef ákveðið mynstur er hjá starfsmanni, t.d. tíðar skammtímafjarvistir eða langtímafjarvistir, er mikilvægt að ræða það við starfsmanninn með það í huga að kanna hvort unnt sé að finna viðunandi lausnir. Starfsmanni ber ekki skylda til að • gefa upplýsingar um persónuleg eða heilsutengd mál. Sjúkdómar eru einkamál en veikindafjarvera hefur áhrif á vinnustaðinn og hana þarf að ræða. Hægt er að kanna hvort vinnustaðurinn geti komið eitthvað til móts við starfsmanninn og hvernig hann vill að sambandi verði háttað á meðan hann er í veikindafjarvist. Þegar starfsmaður kemur aftur • til vinnu eftir veikindi og slys skal yfirmaður bjóða hann velkominn til starfa og láta vita að hann skipti máli í gangverki starfseminnar. Ef sýnt er að veikindafjarvist • standi lengur en fjórar vikur er mælt með því að stjórnandi og starfsmaður vinni saman að því að svokallað Fjarvistasamtal fari fram. Fjarvistasamtal er formlegt samtal á milli starfsmanns og stjórnanda til að meta möguleika hans og þörf fyrir aðlögun á vinnustað. Sjá nánar á heimasíðu VIRK, www.virk.is. Starfsmaður og stjórnandi geta • ráðfært sig við sérfræðing hjá VIRK eða ráðgjafa í starfsendurhæfingu hjá viðkomandi stéttarfélagi, um fjarvistastjórnun og endurkomu til vinnu eftir veikindi og slys. Skammtímafjarvistir miðast við fjarvistir sem eru fjórar vikur eða skemmri, en langtímafjarvistir miðast við fjarvistir sem vara lengur en fjórar vikur samfleytt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.