Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Blaðsíða 78
78 www.virk.is
U
P
P
LÝ
S
IN
G
A
R
UPPLÝSINGAR
Ráðgjöf í starfsendurhæfingu eftir
veikindi eða slys er veigamikið verkefni
sem krefst þekkingar á afleiðingum
slysa og sjúkdóma fyrir einstaklinga
á vinnumarkaði og ennfremur á því
hvernig best má stuðla að endurkomu
fólks til vinnu. Starfið krefst mikillar hæfni
í mannlegum samskiptum, skipulags-
hæfni, frumkvæðis, leiðtogahæfni,
þekkingar á atvinnulífinu og getu til
hvatningar og ýmissa annarra þátta.
Strax og VIRK hóf að ráða ráðgjafa í
starfsendurhæfingu til starfa var ljóst
að þrátt fyrir góðan og fjölbreyttan
bakgrunn ráðgjafanna, sem flestir eru
með að minnsta kosti eina eða tvær
háskólagráður að baki og menntaðir
ýmist í heilbrigðis- eða félagsgreinum,
skorti þá flesta sérhæfða þekkingu og
reynslu sem tengist starfsendurhæfingu
og endurkomu til vinnu.
Til að bregðast við þessu skipulagði VIRK
fræðsluáætlun fyrir ráðgjafa sína sem
byggði á þarfagreiningu fyrir þetta nýja
starfsheiti. Eftir að hafa boðið ráðgjöfum
VIRK á vegum stéttarfélaganna upp á
mánaðarlega fræðslu veturinn 2009-
2010, um efni sem tengdist starfinu,
svo sem hugmyndafræði, verkferla,
persónuvernd, lög og réttindi á vinnu-
markaði, notkun upplýsingakerfis,
andlegar og líkamlegar ástæður skertrar
starfsgetu ásamt ýmsu öðru var ákveðið
að byggja jafnframt upp fræðslu sem
gæti skilað ráðgjöfunum formlegri
viðurkenningu að henni lokinni.
Ýmsir valkostir í menntunarmálum voru
skoðaðir Það var ljóst að engin heild-
stæð, hagnýt og formleg fræðsla var í
boði á þessu sviði á Íslandi. Niðurstaðan
var sú að leita fanga erlendis og skoða
hvað var þar í boði. Eftir nokkra leit var
ákveðið að leita í smiðju hjá National
Intitute of Disbility Management
and Research (NIDMAR) sem býður
upp á stöðluð og hagnýt námskeið í
starfsendurhæfingu og byggir innihaldið
á stöðlum í starfsendurhæfingu frá
International Disability Management
Standards Council (IDMSC).
Starfsendurhæfingarsjóður undirritaði
samstarfssamning um afnot fræðsluefnis
frá NIDMAR í Kanada haustið 2010.
Samningurinn kveður meðal annars á
um aðgang að sérhæfðu námsefni fyrir
ráðgjafa í starfsendurhæfingu. Námsefnið
verður notað bæði óbreytt og lagað að
íslenskum aðstæðum eftir atvikum,
ásamt íslensku ítarefni.
NIDMAR var stofnað árið 1994 af
stéttarfélögum, atvinnurekendum, trygg-
ingafélögum, menntastofnunum og
sérfræðingum í endurhæfingu og er í dag
þekkt á alþjóðavettvangi sem frumkvöð-
ull í hugmyndafræði um vinnutengda
endurhæfingu. Í stjórn þess sitja fulltrúar
frá þremur heimsálfum. Ástæður fyrir
fjölbreyttum tengingum stofnenda og
stjórnar eru meðal annars þær að í
rannsóknum hefur verið sýnt fram á
að vinnutenging er ein árangursríkasta
aðferðin við að endurhæfa fólk til starfa
og viðhalda starfsgetu þess, og minnka
þannig félagslegan, persónulegan og
efnahagslegan kostnað vegna skertrar
starfsgetu.
Ráðgjafar í starfsendurhæfingu á vegum
stéttarfélaganna sækja fræðslu mánaðar-
lega hjá VIRK og er gert ráð fyrir að
árlega verði boðið upp á 6-8 námskeið
frá NIDMAR en þeim fylgir nokkur
námsvinna utan fræðsludaga. Náms-
efnið er meðal annars hugsað til að styðja
við hugmyndafræði VIRK og styrkja
áherslur á vinnutengingu í starfinu, gera
ráðgjöfunum kleift að sinna starfi sínu
betur og enn fremur til að undirbúa þá sem
það vilja undir alþjóðlega viðurkenningu
á sviði starfsendurhæfingar, en hún
byggir á niðurstöðu úr stöðluðum prófum
sem þreytt eru árlega í þeim löndum sem
bjóða upp á námsefnið.
Menntun ráðgjafa VIRK
í starfsendurhæfingu
Ingibjörg Þórhallsdóttir sérfræðingur hjá VIRK