Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Blaðsíða 36

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Blaðsíða 36
36 www.virk.is VE LF E R Ð A R K E R FI Ð starfsendurhæfingunni. Þannig hafði dregið úr einangrun og samskipti aukist, sérstaklega við fjölskylduna. Um leið sögðu tæp 36% að einangrun þeirra væri svipuð og áður var og innan við 4% töldu félagslega einangrun sína hafa aukist við þátttökuna í starfsendurhæfingunni (sjá mynd 4). Samkvæmt símakönnun höfðu 26% þegið laun frá vinnuveitanda á síðustu mánuðum fyrir starfsendurhæfingu hjá SN. Í gögnum frá SN (n=48) kom fram að við útskrift stefndu 20% í fullt starf og 5% í hlutastarf. Merkt var við Annað hjá 15% hópsins og í öllum tilfellum tilgreint að um væri að ræða virka atvinnuleit og/ eða nám. Samkvæmt símakönnun skilar sambærilegt hlutfall sér á vinnumarkað. Þannig sögðu 40% svarenda sig hafa verið í atvinnu á síðustu 6 mánuðum og eins sögðu tæp 40% sig þiggja laun frá vinnuveitanda. Námsleg virkni virðist einnig aukast meðal þátttakenda í SN. Hún jókst frá því að 32% höfðu stundað nám á síðustu 6 mánuðum fyrir starfsendurhæfingu sam- kvæmt ASEBA (N=241), í að 47% voru í einhverju námi 6 til 18 mánuðum eftir að starfsendurhæfingu lauk samkvæmt símakönnun (n=53). Í gögnum frá SN kom fram að 54% voru skráðir í nám við lok endurhæfingar og fleiri höfðu fyrirætlanir um frekara nám. Því má ætla að í kjölfar starfsendurhæfingar hjá SN haldist nokkuð hlutfall þeirra sem hafa eða stefna á atvinnu við útskrift en heldur færri skili sér í nám en stefna á það við útskrift. Virkni í vinnu og námi virðist því vera meiri í hópi þátttakenda í starfsendurhæfingu SN en gerist meðal öryrkja almennt, þar sem hún er 27-31% í vinnu og 11% í námi samkvæmt rannsókn á Lífskjörum og högum öryrkja (Guðrún Hannesdóttir, 2010). Í þessu samhengi má benda á að í ASEBA mælingunum (n=100) mældist aðlögunarhæfni á vinnustað og í námi umtalsvert betri hjá þeim sem höfðu haft einhverja atvinnu eða verið í námi samhliða endurhæfingunni en sambæri- leg niðurstaða meðal þeirra sem höfðu haft atvinnu eða verið í námi á síðustu 6 mánuðum fyrir endurhæfingu. Því er ljóst að aðlögun þátttakenda að vinnu og námi tengdu starfsendurhæfingunni gekk betur en sambærileg aðlögun fyrir starfsendurhæfingu. Virkni þátttakenda í starfsendurhæfingu óx sem og samfélagsleg þátttaka. Það lýsir sér m.a. í ólaunaðri vinnu sem þátttakendur stunduðu samhliða starfsendurhæfingunni og virtist haldast óbreytt á tímabilinu og aukast að því loknu. Það gefur tilefni til að ætla að virkni þátttakenda hafi aukist þar sem samfélagsleg virkni þeirra er til viðbótar þátttöku í námi eða vinnu SN. Þá hefur starfsendurhæfingin dregið úr álagi, reiði og andfélagslegri hegðun, sem hefur jákvæð áhrif á virkni, dregur úr félagslegri einangrun og eykur lífsgæði, eins og Þóra Ingimundardóttir lýsir í MA-ritgerð sinni (2010). 36% 60% Mynd 3. Mat þátttakenda á áhrifum starfsedurhæfingar á félagslega einangrun Félagsleg einangrun minni en áður Félagsleg einangrun svipuð og áður Félagsleg einangrun meiri en áður 36% 60% 4%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.