Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Page 67

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Page 67
67www.virk.is ATVINNULÍF (Knifton, Watson, Besten, Grundemann og Dijkman, 2009). Viðvarandi streita eykur mjög hættu á mörgum sjúkdómum, bæði vegna lífeðlisfræðilegra áhrifa á vefi og líffærakerfi og vegna álags á tilfinningalíf. Má þar nefna hjartadrep, æðakölkun, heilablóðfall, sykursýki, þunglyndi, kvíða og starfskulnun. Nýleg kanadísk rannsókn sýndi fram á að allt að þriðjungur starfsmanna kvartaði undan starfstengdri streitu á hverjum tíma og hartnær 60% kvarta undan sjúkdómseinkennum, líkamlegum og/ eða andlegum (Velferðarráðuneytið, 2009). Í rannsókn sem Vinnueftirlitið gerði á starfsmönnum allra bankaútibúa og sparisjóða kom í ljós að greinileg tengsl voru milli líðanar starfsmanna og skipulags vinnunnar. Því óskýrari sem starfskröfurnar og markmiðin voru og því meira misvísandi kröfur sem voru gerðar til starfsmanna, því líklegra var að starfsmenn fyndu fyrir neikvæðri streitu. Aukin streita tengdist litlu sjálfræði, ásamt stífum og formföstum starfsanda og lélegu upplýsingaflæði. Þættir sem voru líklegir til að draga úr streitu voru stuðningur, umbun fyrir vel unnin störf og umhyggja yfirmanns fyrir heilsu og líðan starfsmanna. Einnig hafði hvetjandi og afslappaður starfsandi áhrif til góðs (Hildur Friðriksdóttir, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Kristinn Tómasson, 2002). Sýnt hefur verið fram á að þrír mikilvægir þættir geta stuðlað að streitu í starfi. Sá fyrsti tengist skorti á sjálfstrausti starfsmanna til að ráða við þær kröfur sem gerðar eru til þeirra í starfi. Annar þátturinn varðar skort á sjálfsstjórn m.a. þegar starfsmaður getur ekki haft áhrif á verkefni sín. Þriðji þátturinn varðar félagslegan stuðning þar sem starfsmaður upplifir vantraust og útilokun frá hópnum. Einnig getur skortur á stuðningi þar sem ekki er tekið eftir starfshæfni viðkomandi og vöntun á stuðningi er frá yfirmanni haft áhrif (Bengtsson, Brink og Olofsson, 2003). Bent hefur verið á að tengsl eru milli þess að hafa stjórn á starfi sínu og starfsánægju og vellíðunar í starfi (Hechanova-Alampay og Beehr, 2001). Flestir verja löngum tíma við vinnu og líðan í vinnunni hefur áhrif á almenna vellíðan þeirra. Athuganir sem gerðar voru af Rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins sýndu að starfsfólk sem upplifir mikla streitu í starfi er líklegra til að finna til ýmis konar heilsufarsóþæginda en annað starfsfólk og að auki er það meira frá vinnu vegna veikinda (Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, 2004; Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, 2007). Kostnaður vegna geðraskana Fjárhagslegt tap af völdum geðraskana á vinnumarkaði er gríðarlegt. Breskar rannsóknir sýna að algeng geðræn vandamál; streita, kvíði og þunglyndi, eiga sök á 60 milljón töpuðum vinnudögum á ári. Kostnaður vinnuveitandans af minni framleiðni vegna geðrænna vandmála er meiri en vegna flestra annarra heilsufarsvandamála. Geðrækt á vinnustað getur dregið úr kostnaði vegna veikindafjarvista og tíma stjórnenda sem fer í að bregast við slíkum fjarvistum (Knifton, Watson, Besten, Grundemann og Dijkman, 2009). Í rannsókn þar sem könnuð voru tengsl veikinda og vinnuálags á finnskum sjúkrahúsum, kom í ljós að samband var milli vinnuálags og veikindafjarvista. Það er mikilvægt að hafa í huga að mikið vinnuálag leiðir ekki sjálfkrafa til aukinna afkasta, árangurs og sparnaðar. Stór hluti af þeim ávinningi sem hlýst af því að bæta meiri vinnu á starfsfólk virðist tapast vegna aukningar á veikindafjarvistum. Mikið vinnuálag virðist því geta valdið töluverðu tjóni (Rauhala o.fl., 2007). Árið 1998 misstu kanadískir starfsmenn samtals 72 milljónir vinnudaga vegna veikinda eða slysa (Dyck, 2000). Beinn heilbrigðiskostnaður í krónum talið var gríðarlegur. Óbeinan kostnað er mun erfiðara að mæla en hann getur falist í minnkaðri framleiðni, brotthvarfi reynds starfsmanns, tapi fyrir skattkerfið, ör- orku, aukinni eftirspurn eftir félagslegri þjónustu og verri efnahagsaðstæðum (Shrey, 1997). Í Evrópusambandinu er áætlað að efnahagsskaði af geð- röskunum, sem fyrst og fremst kemur fram í minni framleiðni, sé um 3-4% af landsframleiðslu á ári, sem er helmingi hærri fjárhæð en landsframleiðsla Austurríkis, svo dæmi sé tekið (Vinnan í takt við lífið, 2010). Kostnaður vegna geðraskana er 13% af heildarkostnaði sjúkdóma í heiminum og þessi tala mun hækka. Talið er að þunglyndi verði í öðru sæti hvað varðar kostnað vegna sjúkdóma í heiminum (Mathers og Loncar, 2006). Samkvæmt evrópsku vinnuverndarstofnuninni (European Agency for Safety and Health at Work) er áætlað að kostnaður atvinnurekenda vegna þunglyndis sé nokkrum sinnum hærri en kostnaðurinn af að meðhöndla þunglyndið. Hvað geta atvinnurekendur gert til að efla geðheilsu og hindra streitu? Hægt er að grípa til margvíslegra ráðstafana til að efla geðheilsu, koma í veg fyrir streitu og létta lund starfsmanna. Langtímaáhrif nást aðeins með víðtækri heilsueflingu. Samtvinna þarf og sam- hæfa margs konar ráðleggingar, bæði gagnvart einstaklingum og fyrirtækinu í heild, til að viðhalda geðheilsu starfsmanna. Það ræðst af þörfum og aðstæðum innan hvers fyrirtækis hvert eftirtalinna ráða er hægt að nýta, ein sér eða með öðrum. Það er ekki nóg að breyta eingöngu hegðun einstakra starfsmanna. Fyrir- tækið þarf að beina sjónum að innra skipulagi til að komast fyrir streituvald- inn í vinnuumhverfinu sem hefur áhrif á vinnuskipulagið, vinnuánægju, hvatningu og framleiðni. Vinna þarf að forvörnum á eftirfarandi stigum sem öll eru mikilvæg: Byggja upp heilsusamlegt, • hvetjandi og styðjandi vinnumhverfi með góðu vinnuskipulagi. Greina áhættuþætti í • vinnuumhverfinu sem geta leitt til streitu og árekstra. Greina hverjir

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.