Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Blaðsíða 27

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Blaðsíða 27
27www.virk.is VIÐTAL Auðbjörg Ingvarsdóttir og Svala Björgvinsdóttir félagsráðgjafar hjá Tryggingastofnun það hefur unnið og eftir því í hvaða stéttarfélag viðkomandi hefur greitt,“ útskýra þær Auðbjörg og Svala. Tengsl við vinnuveitendur „Við höfum átt mjög góð og ánægjuleg samskipti við ráðgjafa VIRK. Bæði vísum við fólki til þeirra og jafnframt bjóðum við upp á ráðgjöf til þeirra aðila sem eru með einstaklinga í endurhæfingu. Ráðgjafar VIRK leita til okkar ef vafi leikur á einhverjum málum varðandi endurhæfingarlífeyri. Fyrir rúmu ári var lögum um endurhæfingarlífeyri breytt. Nú þarf fólk að vera búið að nýta sér áunninn rétt hjá vinnuveitenda og sjúkrasjóðum áður en til greiðslu endurhæfingarlífeyris kemur. Hluti þeirra sem sækja um endurhæfingarlífeyri hjá Tryggingastofnun hefur verið með ráðgjafa hjá VIRK sem jafnframt heldur utan um endurhæfingu þeirra. Með breyttum lögum er gerð krafa um að fyrir liggi endurhæfingaráætlun hjá viðkomandi áður en til greiðslu endurhæfingarlífeyris kemur. Með tilkomu tilvísana frá sjúkrasjóðum til VIRK aukast möguleikar á snemmtækri íhlutun varðandi endurhæfingu. VIRK er í tengslum við atvinnurekendur og vonandi þróast starfsemin í markvissari vinnu með vinnuveitendum þannig að þeir nýti sér þá góðu möguleika sem VIRK getur boðið upp á t.d. ef starfsmaður er að detta út úr vinnu vegna veikinda eða þarf aðlögun á vinnustað til að ráða áfram við sína vinnu.“ Mikilvægi eftirfylgdar Staðan á íslenskum vinnumarkaði er erfið um þessar mundir. Erfitt getur reynst að finna ný og léttari störf fyrir einstaklinga sem ekki ráða við erfiðisvinnu. Auðbjörg og Svala finna fyrir þessari breytingu. Þær benda einnig á hvað það sé mikilvægt að einstaklingum í endurhæfingu sé fylgt eftir og að ráðgjafi haldi utan um endurhæfingu og hitti þá reglulega. Sá aðili þarf líka að fylgjast með því að endurhæfingin sé að skila tilætluðum árangri. „Við erum bjartsýnar á að VIRK eigi eftir að þróast á jákvæðan hátt í framtíðinni. Tryggingakerfið þarf vissulega að einfalda. Góð og markviss endurhæfing er hluti af því.“ „Með hjálp ráðgjafa VIRK og stéttarfélaganna er möguleiki á að grípa einstaklinga áður en þeir detta út úr vinnu vegna veikinda og koma þeim strax í réttan farveg.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.