Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Blaðsíða 71
71www.virk.is
VIÐTAL
á vinnustaðnum. Samtalið má nota í ráð-
gjöf til einstaklinga sem eru að koma aftur
til vinnu eftir veikindi, fyrir þá sem eru
að fara inn á nýjan starfsvettvang vegna
heilsubrests eða með einstaklingum sem
eru í vinnu en þurfa á úrlausnum að
halda vegna breyttra aðstæðna.
Í samtalinu er byrjað á því að skoða vinn-
una – hvernig er venjulegur vinnudagur
og hvernig hentar vinnutíminn. Farið
er yfir starfstöðvar og dagleg verkefni
einstaklingsins og það skoðað bæði út
frá því sem vel gengur eða illa. Þannig
má greina styrkleika einstaklingsins og
hindranir í vinnu, álag og eðli starfsins
og hvort þar séu þættir sem þarf að
leita lausna við til að efla starfsgetu
einstaklingsins.
Þá eru samskipti á vinnustað skoðuð
og spurt frekar út í þætti sem stuðla
að góðum samskiptum og hvað gerist
þegar illa gengur. Þegar einstaklingar
setja þetta í orð koma vandamálin oft
upp á yfirborðið og í ljós geta komið erfið
samskipti á vinnustaðnum sem þarf þá
að vinna frekar með og leita lausna við.
Vinnuumhverfið er rætt. Farið er yfir
aðbúnað á vinnustað til að greina nánasta
vinnuumhverfi einstaklings betur. Það
er mikilvægur þáttur sem huga þarf að
við endurkomu til vinnu, til dæmis ef
fólk á við einhverskonar meiðsl að stríða
svo sem axlarmeiðsli eða brjósklos svo
eitthvað sé nefnt.
Í þessum hluta samtalsins er einnig
spurt út í vinnuandann, sem segir mikið
til um starfsánægju og menninguna á
vinnustaðnum. Slíkar upplýsingar hjálpa
ráðgjafa við að meta aðstæður og skapa
sér heildarmynd af stöðu einstaklingsins
og meta þannig hvaða áherslur þurfa að
koma fram í stuðningi við einstaklinginn í
starfsendurhæfingarferlinu.
Í lok samtalsins gefst færi á að ræða
áhuga og vellíðan í vinnu og loks er spurt
opinna spurninga um hvort aðrir þættir
geti haft áhrif á starfshæfni. Þannig gefst
viðkomandi færi á að koma sjónarmiðum
sínum á framfæri þegar traust hefur
myndast í samtalinu.
Í kjölfar samtalsins er það ráðgjafans
að greina hugsanleg vandamál og
móta virkniáætlun þar sem fram koma
tillögur um lausnir og mögulegar leiðir til
sveigjanleika eða aðlögunar. Mikilvægt
er í samstarfi við vinnustaðinn að
tilgreina ábyrgðaraðila ef þarf að breyta
einhverju, setja tímaramma eða fylgja
málum eftir. Niðurstöður eru svo ræddar
á sameiginlegum fundi starfsmanns,
ráðgjafa og yfirmanns viðkomandi þar
sem samþykktar eru þær lausnir sem allir
eru ánægðir með. Úrræðin þurfa ekki að
vera flókin. Í sumum tilfellum þarf að létta
störfum af viðkomandi í tiltekinn tíma eða
fá mat óháðs aðila á vinnuaðstöðu. Þeir
sem eru í erfiðu umönnunarstarfi en ráða
ekki við slíkt til að byrja með, geta þurft
að fara í léttari störf tímabundið. Það
skiptir máli fyrir einstaklinginn að hann
upplifi sig ekki sem byrði í vinnunni og
því getur verið nauðsynlegt að upplýsa
samstarfsfólkið um aðlögunarferlið eða
breytingar sem gerðar eru hvort sem þær
eru tímabundnar eða til lengri tíma litið.
Í þessu samhengi er mjög mikilvægt að
ræða og hafa samþykki einstaklingsins
fyrir því hvað má upplýsa samstarfsfólkið
um. Nauðsynlegt er að finna lausnir sem
allir geta sætt sig við og hafa samþykkt.
ETV-samtalið og
stjórnandinn
„Stjórnendur geta einnig nýtt sér þetta
samtal. Hægt er að nálgast það á heima-
síðu VIRK undir nafninu Fjarvistasamtal
og er það öllum aðgengilegt. Ef stjórnandi
finnur að starfsmaður hans er með tíðar
eða langvinnar fjarvistir frá vinnu eða
á erfitt með að sinna starfi sínu þá er
lítið mál að kalla hann á fund, segja að
hann hafi áhyggjur af viðkomandi og
vilji eiga með honum samtal um starfið
hans, vellíðan og hvað sé að hindra hann
í vinnunni. Í samtalinu er farið yfir þær
lykilspurningar sem nefndar voru hér að
ofan, en einnig gefst tækifæri til að ræða
málin óformlega þannig að sjónarmið
starfsmannsins komi fram og jafnvel er
hægt að leysa vandamál í sameiningu á
staðnum. Ef þörf er á frekari aðstoð má í
kjölfar samtalsins benda starfsmanninum
á þjónustu ráðgjafa á vegum VIRK.
Það er líka alltaf að aukast að
mannauðsstjórar hafi beint samband
við okkur“ segir Soffía. „Við bendum
þeim hiklaust á að byrja á ETV-samtalinu
(Fjarvistasamtalinu) og leita lausna í
nærumhverfinu. Einnig leggjum við
áherslu á að þeir geta kynnt VIRK-
ráðgjöfina fyrir starfsmanninum en það er
ekki hægt að skylda hann í slíka ráðgjöf.
Viljinn til að þiggja þessa aðstoð verður
að vera hjá starfsmanninum.
Það er gaman að segja frá því að
stjórnendur sjá í þessu samtali hversu
jákvætt fólk er gagnvart vinnunni sinni.
Það er svo margt sem er í góðu lagi og
samtalið dregur fram það jákvæða og
skapar um leið farveg til lausna á því sem
má bæta til að auka vellíðan starfsmanns
og virkni í vinnu“ segir Soffía.
Alltaf í þróun
Ráðgjafar sem starfa fyrir VIRK hjá hinum
ýmsu stéttarfélögum hittast mánaðarlega
á fræðslufundum og taka þá þátt í þróun
ETV-samtalsins. Soffía segir mörg dæmi
um ánægju einstaklinga sem hafa farið í
gegnum ETV-samtalið.
„Þegar þessi aðferð er notuð sér fólk
að það getur gert miklu meira en það
heldur. Það er alltaf hægt að finna
styrkleika. Vinnuveitandinn sér líka að
starfsmaðurinn er áhugasamur um að
mæta aftur til vinnu eða sinna starfi sínu
áfram þó það sé kannski bara að hluta
til til að byrja með. Samtalið er þannig
jákvætt inngrip fyrir alla. Það eru alltaf
einhverjir möguleikar, það þarf bara að
finna þá,“ segir Soffía Eiríksdóttir.
„Þegar einstaklingar
setja þetta í orð koma
vandamálin oft upp á
yfirborðið og í ljós geta
komið erfið samskipti á
vinnustaðnum sem þarf
þá að vinna frekar með
og leita lausna á.“