Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Side 61

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Side 61
61www.virk.is ATVINNULÍF orsakir þeirra liggja í vinnuumhverfinu. Meðal þess sem nefnt hefur verið eru miklar kröfur, álag og aukið vinnuframlag. Streita er talin vera ein algengasta orsök heilbrigðisvandamála á vinnustöðum í dag og rekja má um 25% veikindafjarvista ár hvert í Evrópu til óþæginda af vinnutengdum geð- og streitu einkennum (Cox, Griffith og Gonzales, 2000) Samspil við vinnumarkaðinn virðist því eiga sinn þátt í aukinni vanlíðan hjá fólki í vinnu. Aðlögun á vinnustað vegna andlegra kvilla Með auknum fjölda veikindadaga aukast líkur á að starfsmaður hverfi alfarið af vinnumarkaði. Þegar það gerist getur það haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu starfsmannsins og verulegan kostnað fyrir samfélagið. Vinnan er mjög mikilvæg fyrir geðheilsuna og getur haft mikil áhrif á bata eftir andleg veikindi. Atvinnuþátttaka getur fækkað einkennum geðrænna kvilla og minnkað þörf á geðheilbrigðisþjónustu (Drake, McHugo, Bebout, Becker, Harris, Bond og Quimby, 1999). Langvarandi atvinnuleysi hefur aftur á móti neikvæð áhrif á geðheilsu og getur leitt til ýmissa félagslegra vandmála hjá þeim sem glíma við geðræn veikindi, s.s. félagslegrar einangrunar og aukinna skulda. Það er því til mikils að vinna að aðstoða fólk við að halda starfi sínu. Mikilvægt er fyrir atvinnurekendur að skipuleggja vinnuumhverfi þannig að það stuðli að góðri geðheilsu starfsmanna, t.d. með hæfilegu vinnuálagi, verkefnum sem samræmast getu starfsmanna, hvatningu og umbun fyrir vel unnin störf og góðum samskiptum á vinnustaðun- um. Ef starfsmenn upplifa andlega vanlíðan og detta úr vinnu til skemmri eða lengri tíma er mikilvægt að skoða vel hvaða þætti í vinnunni sé hægt að aðlaga til að auðvelda eða flýta endurkomu starfsmannsins til vinnu. Árangur starfsendurhæfingar er bestur ef hún fer fram í nánum tengslum við vinnustaðinn. Í stað þess að endurhæfa fólk svo það komist aftur til vinnu er vinnan hluti af endurhæfingarferlinu og með því hefur árangur náðst fyrr og betur en endurhæfing sem ekki er tengd vinnustaðnum (Loveland, Driscoll og Boyle, 2007). Það hefur sýnt sig að góð samskipti á milli starfsmanns og yfirmanns á meðan á veikindum stendur, greinargóð áætlun um endurkomu til vinnu og boð um vinnuaðlögun eru þættir sem styðja vel við starfsenduhæfinguna og auka líkur á að hún heppnist (Tompa, 2008). Mikilvægt er að taka tillit til ólíkrar vinnufærni fólks og stuðla að því að einstaklingar með minna úthald eða færni haldist á vinnumarkaði og komi aftur til starfa eftir veikndi. Eftir andleg veikindi getur tekið tíma að ná upp fullu vinnuþreki og til að koma til móts við það er gott, ef hægt er, að skipuleggja vinnunna þannig að viðkomandi fái lengri eða fleiri hlé, sé með sveigjanlegan vinnutíma, hafi möguleika á að vinna heima að hluta til eða geti byrjað í hlutastarfi. Geðröskun veldur truflun í hugsun og/ eða hegðun fólks og getur gert það að verkum að einstaklingur getur ekki tekist á við kröfur og venjur í daglegu lífi. Það leiðir til þess að ákveðnir þættir vinnu reynast erfiðari en aðrir. Meðal þess sem oft reynist erfitt er að hafa skipulag á hlutum, að halda athygli, að takast á við álag, minnið skerðist, samskipti verða erfiðari og mætingar geta verið stopular. Í starfsendurhæfingu má vinna með alla þessa þætti á markvissan hátt inni á vinnustaðnum og hér verða nefnd nokkur dæmi um hvernig. Ef einstaklingur á erfitt með skipulag er gott að þjálfa hann í notkun verkefnalista þar sem hann skráir verkefni dagsins/vikunnar og hakar svo Vantar mynd af Sveinu Berglindi

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.