Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Blaðsíða 34

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Blaðsíða 34
34 www.virk.is VE LF E R Ð A R K E R FI Ð hæfingar sýndu að yngri karlar í þátttakendahópnum stóðu verst. Staða eldri hóps beggja kynja var umtalsvert betri en staða yngri hóps og konur í eldri hóp bjuggu við minnsta almenna erfiðleika. Sé litið sérstaklega til þess hóps sem báðar ASEBA mælingarnar eru til fyrir (n=100) sést að meðaltal á T-skori á kvarða heildarerfiðleika fór frá því að vera 61,49 við upphaf starfsendurhæfingar niður í 57,86 við lok (sjá mynd 1). Þessi munur er marktækur. Sé stuðst við viðmiðanir ASEBA er ljóst að hópurinn (n=100) fór frá því að vera innan ramma þess að vera á viðmiðunarmörkum (borderline range) klínískra marka (T 60- 63) og færðist niður fyrir viðmiðunarmörk við lok starfsendurhæfingar. Þessi niðurstaða bendir því til þess að geðræn vandkvæði þátttakenda minnki verulega við starfsendurhæfinguna. Dreifigreining endurtekinna mælinga leiddi í ljós að ekki var munur á breytingum á milli mælinga hjá annars vegar körlum og konum og hins vegar yngri og eldri aldurshóp. Þannig mældist sambærileg breyting til lækkunar óháð kyni og aldri. Hins vegar kom í ljós að staða karla var marktækt erfiðari en staða kvenna bæði við upphaf og lok starfsendurhæfingar. Helstu erfiðleikar þátttakenda Vandi þátttakenda í starfsendurhæfingu virðist helst bundinn innri þáttum þ.e. andlegri og líkamlegri líðan. Depurð og kvíði hafa þar mest áhrif. Hópurinn sem ASEBA mælingar eru til fyrir bæði við upphaf og lok endurhæfingar (n=100) mældist yfir klínískum mörkum depurðar og kvíða, á meðan meðaltalsskor hópsins á kvarða hegðunarerfiðleika og líkamlegra einkenna, var undir klínískum viðmiðunarmörkum. Við þátttöku í starfsendurhæfingunni varð um leið mest breyting til hins betra hvað varðar kvíða og depurð. Breytingin/lækkunin var marktæk og hafði þau áhrif að hópurinn taldist að meðaltali undir klínískum viðmiðunarmörkum á þessum kvarða við útskrift. Um leið varð einnig marktæk breyting til hins betra á kvarða hlédrægni/ tilhneigingu til að draga sig í hlé. Einkennin sem komu sterkast fram á kvarða depurðar og kvíða voru skortur á sjálfstrausti, áhyggjur af framtíðinni og að vera oft áhyggjufull(ur). Sé litið til kvarða hlédrægni kom sterkast fram löngun til að vera einn frekar en með öðrum, það að vera dulur eða leyna hlutum og loks það að forðast að eiga samskipti við annað fólk. Á kvarða líkamlegs vanda kom sterkast fram að finnast maður vera óeðlilega þreytt(ur), eiga erfitt með svefn og höfuðverkir. Yngri konum í hópnum leið verst í þessu tilliti og þær upplifðu depurð og kvíða í ríkari mæli en 75 70 65 60 55 50 Upphafsmæling Lokamæling T sk or Klínísk mörk (T>63) Klínísk viðmiðunarmörk (T 60-63) 62,44 62,44 59,76 59,31 60,31 56,80 61,49 57,86 66,53 62,37 59,47 54,76 Karlar Konur Yngri hópur Eldri hópur Allir Mynd 1. Heildarerfiðleikar þátttakenda í SN við upphaf og lok starfsendurhæfingar, skipt eftir kyni og aldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.