Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Blaðsíða 66
66 www.virk.is
A
TV
IN
N
U
LÍ
F
ATVINNULÍF
Vinna eykur sjálfstraust og lífsgæði.
Heilbrigt vinnuumhverfi getur komið í veg
fyrir geðraskanir og aukið tækifæri til að
mæta í, viðhalda eða snúa aftur til vinnu
meðan verið er að upplifa slíka röskun.
Hvers vegna er góð geðheilsa
mikilvæg fyrir farsælt
fyrirtæki?
Vinna er öllum nauðsynleg. Markmiðið
með vinnunni er að skapa velmegun
og vellíðan okkur sjálfum til handa,
fjölskyldum okkar, fyrirtækjum sem við
vinnum hjá og samfélagi því sem við
búum í (Kristinn Tómasson, 2006).
Vinnustaðir eru fjölbreyttir. Þeir eru
mismunandi að stærð, starfsemin er ólík
hvort sem þeir eru í opinbera geiranum
eða reknir af einkaaðilum. Þrátt fyrir
þennan mismun, er vinnan ómissandi
þáttur í lífi fullorðins fólks.
Á undanförnum áratugum hefur eðli
starfa breyst í Evrópu. Færri störf eru
skilgreind sem líkamleg störf, en meira
er um andlegar og tilfinningalegar kröfur
til starfsmanna (Baumann, Muijen og
Gaebel, 2010).
Fjárfesting í mannauði þýðir líka að
fjárfesta þarf í heilsu starfsmanna og
velferð á vinnustaðnum. Byggja þarf upp
öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi
þar sem grunnatriði heilbrigðs lífernis eru
í fyrirrúmi.
Nýsköpunarkrafturinn er kjarni hvers
farsæls fyrirtækis. Í síbreytilegu vinnu-
umhverfi þurfa starfsmenn að vinna
af dug, sýna aðlögunarhæfni, vera
sveigjanlegir gagnvart breytingum og
afla sér símenntunar. Ætla má að fyrst
og fremst áhugasamir starfsmenn sem
er annt um heilsu og líðan sína, standist
þessar áskorarnir þegar til lengdar lætur.
Það er því mikilvægt að hlúa vel að
einstaklingnum. Nauðsynlegt er að grípa
til úrræða sem snerta fyrirtækið í heild,
eiga sér traustar rætur í starfsandanum
og beinast að líkamlegri og andlegri
velferð allra starsmannanna (Vinnan í
takt við lífið, 2010).
Margar ástæður eru fyrir því að
vinnuveitendur ættu að gera geðrækt
að forgangsmáli. Geðheilsa starfsmanna
hefur mikil áhrif á annað heilsufar og er
mikilvæg forsenda fyrir farsælum rekstri.
Mörg fyrirtæki eru farin að átta sig á að
starfsmennirnir verða að standa heils
hugar og heilir heilsu að baki fyrirtækinu
ef því á að vegna vel (Knifton, Watson,
Besten, Grundemann og Dijkman,
2009).
Á síðustu árum eiga veikindafjarvistir í
sífellt auknum mæli rót sína að rekja til
geðrænna vandamála. Árið 2002 var
59% kostnaðar vegna veikindadaga
vegna geðraskana og einkenna frá
stoðkerfi. Veikindafjarvistir tengjast
heilsu einstaklinganna og þeim kröfum
sem gerðar eru til þeirra í vinnunni.
Danskar rannsóknir benda til þess að
eitthvað í vinnuumhverfinu skýri um 1/3
fjarvistadaga. Reynslan sýnir að unnt er
að draga úr fjarvistum með því að laga
vinnuna að starfsmanninum. Með því
móti má draga úr um helmingi fjarvista
sem rekja má til skertrar vinnufærni.
Aðgerðirnar þurfa því að vera almennar
og beinast að því að bæta vinnuumhverfið
og að draga úr langtímafjarvistum. Aðrar
aðgerðir geta líka dregið úr fjarvistum,
svo sem heilsuefling á vinnustað
(Vinnueftirlitið, 2003).
Vinnustaðurinn getur boðið upp á
heilbrigðan starfsanda og heilsusamlegt
umhverfi. En það getur verið töluvert
átak fyrir vinnuveitendur og starfsmenn
að gera hann að heilnæmum vinnustað
fyrir líkama og sál.
Streita
Sálræn og félagsleg vandamál, þar með
talin steita, eru meðal meginorsaka
vinnufjarvista nú á dögum. Talið er að í
Evrópu þjaki steita meira en fjórða hvern
starfsmann og að streita eigi sök á rúmlega
helmingi allra vinnufjarvista. Þetta kostaði
Evrópusambandsríkin 20 milljarða evra
(3,2 billjónir íslenskra króna) árið 2002