Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Blaðsíða 17

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Blaðsíða 17
17www.virk.is VIÐTAL hans og Öldu. Eftir nokkra tíma var mig farið að langa til þess að vinna og það fannst mér í raun ótrúlegt. Ég hafði ekki haft löngun til þess þótt ég hefði sótt um störf. Það gerði ég bara til þess að sýna virkni.“ Jafnframt því sem Stefán sótti tíma hjá sálfræðingi sér að kostnaðarlausu fór hann á námskeið sem nefnist Átta vikur í vellíðan. ,,Þar var meðal annars kennd næringarfræði og farið í gegnum litróf tilfinninganna. Þetta var mjög gagnlegt.“ Áður en Stefán leitaði til Öldu ráðgjafa hafði hann sótt um endurhæfingu á Reykjalundi vegna verkjanna í líkaman- um. ,,Ég fór þangað í lok ágúst og kom út án þess að finna til. Ég hef aldrei áður verið verkjalaus. Það gerast hreinlega kraftaverk á Reykjalundi. Svo útvegaði Alda mér 3 mánaða kort í líkamsrækt. Ég fer í líkamsræktina nokkrum sinnum í viku og fer svo auðvitað út að ganga með hundinn á hverjum degi.“ Kominn með vinnustofu Stefán hefur í gegnum tíðina teiknað og málað og verið með aðstöðu til þess heima. Nú er hann búinn að koma sér upp vinnustofu úti í bæ. ,,Þótt ég hafi alltaf verið smiður hefur mig alla tíð dreymt um að fást við myndlist. Alda hvatti mig til þess að halda áfram á þeirri braut og ég fór að leyfa mér að trúa því að þetta væri það sem ég ætti að fást við. Ég hélt meira að segja myndlistarsýningu í sumar og núna stefni ég að því að sækja um í Listaháskólanum. Ég hef öðlast sjálfstraust aftur.“ „Ég koðnaði niður. Ég var bara heima undir sæng og reyndi að láta mig hverfa.“ Þótt Stefán sé núna verkjalaus og finnist sem hann sé orðinn ungur á ný er hann ekki búinn að ná fullri starfsorku. ,,Ef ég held áfram á þessari braut kemur að því að ég fæ hana. Á meðan ég hef þetta lífsviðhorf sem ég hef þá eru mér allir vegir færir. Starfsendurhæfingarsjóður var tæki sem kom mér af stað og Alda fylgist vel með mér. Ég hlakka alltaf til að fara á hennar fund.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.