Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Blaðsíða 79
79www.virk.is
UPPLÝSINGAR
Námsefnið byggir meðal annars á
eftirfarandi námsskeiðum:
Árangursrík starfsendurhæfing
Inngangur að endurkomu til vinnu
Skert starfsgeta af andlegum
og líkamlegum toga og
endurkoma til vinnu, I og II
Starfsgreining
Matsaðferðir
Samskipti, viðtalstækni og
stuðningur, I og II
Lagaumhverfi og
starfsendurhæfing
Bóta- og tryggingakerfið og
endurkoma til vinnu
Inngangur að lausn ágreinings
Lausnarmiðuð nálgun
Stjórnun breytinga
Skert starfsgeta og fjölbreytni á
vinnumarkaði
Skert starfsgeta frá sjónarhorni
mannauðsstjórnunar
Stjórnun og skipulag í
starfsendurhæfingu
Hjálpartæki og aðlögun á
vinnustað
Mat á árangri í
starfsendurhæfingu
Kynning og fræðsla í
starfsendurhæfingu
Notkun upplýsingatækni í
starfsendurhæfingu
Heilsuefling og forvarnir á
vinnustöðum
Siðareglur og fagmennska
Stjórnun endurkomu til vinnu
Námskeiðin eru 25 talsins og eftir að
ráðgjafinn hefur staðist námsmat í þeim
öllum útskrifast hann með diploma eða
viðurkenningu í starfsendurhæfingu
á vegum VIRK og NIDMAR. Í
námskeiðunum er tekið á þáttum sem
snerta starf ráðgjafans. Nánari upplýsingar
um námskeiðin er að finna á heimasíðu
NIDMAR (www.nidmar.ca). Í framhaldi
af námskeiðunum er hægt að taka aþjóð-
leg próf í starfsendurhæfingu en þau eru:
Certified Return to Work Coordinator
(CRTWC) og Certified Disability Manage-
ment Professional (CDMP).
Þau lönd sem bjóða upp á námsefnið
og hina alþjóðlegu viðurkenningu
eru: Austurríki, Kanada, Bandarík-
in, Þýskaland, Sviss, Belgía, Holland,
Luxemborg, Frakkland, Bretland, Írland,
Hong Kong, Nýja Sjáland, Ástralía og
Ísland. Í Þýskalandi eru fjöldamargir
trúnaðarlæknar fyrirtækja þegar búnir að
afla sér þessarar þekkingar og réttinda
og þeir sem skipuleggja endurkomu til
vinnu á stórum vinnustöðum þurfa að
hafa þessa þekkingu.
Kosturinn við námsefnið frá NIDMAR er
að það er byggt á alþjóðlegum stöðlum
og býr fólk undir að taka alþjóðlegt próf
en á sama tíma er rými til aðlögunar og
dýpkunar námsefnisins eftir aðstæðum
í hverju landi. NIDMAR hefur, vegna
þekkingar og reynslu sinnar á sviði
starfsendurhæfingar, fengið leyfi og
styrk frá Kanadastjórn til að byggja
upp háskóla í Bresku Kólumbíu sem
sérhæfir sig í rannsóknum og kennslu
á sviði heilsuverndar starfsmanna,
starfsendurhæfingar, vinnuverndar og
öryggismála og verður hann sá fyrsti
sinnar tegundar í Kanada. Gert er ráð
fyrir að háskólinn taki til starfa á árinu
2012.