Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Blaðsíða 15
15www.virk.is
VIÐTAL
Hvött áfram
Að sögn Sigrúnar fékk hún einnig
tíma hjá sálfræðingi sem Starfsendur-
hæfingarsjóður greiddi fyrir hana eins
og iðjuþjálfunina. ,,Sálfræðingurinn fór
þá leið að spyrja mig um áhugamál mín
og hvað ég hefði gert áður. Ég hafði
einu sinni unnið á saumastofu en varð
að hætta þar vegna verkja í höndunum.
Mér hefur alltaf þótt gaman að sauma
og sálfræðingurinn stakk upp á því að ég
setti á laggirnar saumaþjónustu. Ég gæti
þá sjálf ráðið ferðinni og hvílt mig þegar
ég þyrfti. Fjölskylda mín hefur alltaf stutt
mig vel og dóttir mín hafði stungið upp á
því að ég færi að gera við föt fyrir fólk en
þegar hún stakk upp á því taldi ég það
vonlaust. Ég hlustaði bara á hana með
öðru eyranu því ég hafði enga trú á að
ég gæti gert nokkurn hlut framar með
höndunum. En það er stundum svo að
maður hlustar frekar þegar einhver annar
en þeir sem standa manni næst kemur
með uppástunguna. Sálfræðingurinn
hvatti mig mikið og leiddi mig í gegnum
þetta stig af stigi. Það kviknaði hjá mér
von og ég varð loks svo jákvæð að ég
ákvað að prófa þetta.“
Ég er að læra að nota hendurnar og veit nú
hvaða tækni ég á að nota þegar ég er að
vinna og beiti mér öðruvísi en áður. Mér
finnst afar skemmtilegt að vera sest aftur
við saumavél en þetta gengur auðvitað
miklu hægar en áður. Ég er líka farin að
prjóna vettlinga og selja.“
Hún segir fjölskylduna hafa veitt sér mikinn
stuðning þegar hún var búin að taka
ákvörðun um að slá til. ,,Þau hjálpuðu mér
við að koma upp heimasíðu, www.spotti.
„þegar skjálftinn kom
í hendurnar fyrir um
tveimur árum og þær
fóru út og suður
brotnaði ég niður.
Mér fannst allt vera
farið.“
is, og ég hef nú sinnt fataviðgerðum,
breytingum og annarri saumaþjónustu frá
því í nóvember síðastliðnum. Mér finnst
jafnvel eins og líkaminn sé að komast
í betra form nú þegar ég er ekki undir
álagi í vinnu hjá öðrum og get hvílt mig
þegar ég þarf. Mér finnst alveg yndislegt
að geta gert eitthvað gagn aftur.“