Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Blaðsíða 54

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Blaðsíða 54
54 www.virk.is A TV IN N U LÍ F ATVINNULÍF Inngangur Við verjum um það bil þriðjungi fullorðinsævinnar í vinnunni og fyrir flesta er vinnan mikilvæg vegna þeirra tekna sem hún skapar og oft ekki síður vegna félagslegra tengsla. Margir eignast þar sína bestu vini og upplifa þar bæði sæta sigra og beiska ósigra. Vinnan hefur einnig áhrif á heilsu okkar og er stór þáttur í sjálfsmynd og vellíðan einstaklinga, hvað þeir gera, hverju þeir fá áorkað og hvernig samskipti þeir eiga við aðra. Ef einstaklingur getur ekki mætt til vinnu í lengri tíma, eða missir vinnu vegna veikinda eða slyss, hefur hann ekki bara „misst“ heilsuna heldur líka mikilvæg félagsleg tengsl. Því lengur sem ástandið varir því meiri er hættan á því að hann eigi ekki afturkvæmt á vinnumarkað. Starfsendurhæfing felst meðal annars í að aðstoða fólk við að vera í, fara aftur í eða viðhalda ráðningarsambandi eftir veikindi eða slys og koma í veg fyrir eða seinka því að fólk hverfi af vinnumarkaði af heilsufarsástæðum. Starfsendurhæfing er fjölfaglegt ferli þar sem bæði er tekið tillit til þess sjúkdóms eða slyss sem veldur upphaflega skertri starfsgetu og einnig er tekið tillit til hindrana gegn vinnu, hjá einstaklingi, á vinnustað, í heilbrigðiskerfinu og í samfélaginu. Hindranir fylgja gjarnan í kjölfarið á langvinnri veikindafjarvist og hafa oft afgerandi áhrif á hvort einstaklingurinn fer aftur í vinnu eða ekki. Í þessari grein verður fjallað um áhrif hindrana á atvinnuþátttöku, mikilvægi atvinnutengingar í starfsendurhæfingu og um hvaða þættir hafa forspárgildi um árangur við endurkomu einstaklinga til vinnu eftir veikindi eða slys. Áhrif velferðarkerfisins á þátttöku á vinnumarkaði Velferðarkerfið hér á landi á meðal annars að tryggja mannréttindi og hagsmuni fólks með skerta starfsgetu. Það er flókið samsafn ólíkra bótagreiðslna, styrkja, afslátta og skatta. Í tímans rás hafa orðið til skaðlegar mótsagnir og hindranir í kerfinu sem vinna gegn markmiðum um virka þátttöku á vinnumarkaði og endurkomu til vinnu eftir veikindi og slys. Dæmi um þetta er félagslegt framfærslukerfi sem getur í raun hvatt fólk til brotthvarfs af vinnumarkaði vegna þess að til skemmri tíma litið getur því verið betur borgið fjárhagslega með því að vera á bótum en í vinnu. Þetta getur verið vegna lágra launa, jaðaráhrifa bóta, áhrifa barnalífeyris, afsláttar af Vinna, velferð og veikindi Ingibjörg Þórhallsdóttir sérfræðingur hjá VIRK Upphafleg ástæða fyrir veikindafjarvist kann að vera sjúkdómur eða slys, en ástæða fyrir því að viðkomandi fer ekki aftur í vinnu er oft af öðrum toga.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.