Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Síða 64

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Síða 64
64 www.virk.is ATVINNULÍF A TV IN N U LÍ F Inngangur Geðheilsa og vellíðan starfsfólks er mikilvæg í öllum fyrirtækjum. Hvernig ætlar þú sem atvinnurekandi að takast á við streitu meðal starfsmanna og bæta líðan á þínum vinnustað? Hvaða starfsemi og stefnu þarf að viðhafa? Getur þú stuðlað að geðrækt á þínum vinnustað? Vinnan í dag krefst sífellt meiri þekkingar og hæfni varðandi nýsköpun, samskipti og samfélagsþekkingu. Þessar öru breytingar á eðli vinnunnar geta verið starfsmönnum til góðs en þær geta líka valdið því að starfsmenn finni fyrir meiri þrýstingi og kröfum um rökhugsun, félagsfærni og innsæi. Góð geðheilsa er grundvallaratriði, bæði til að temja sér ofangreinda hæfileika og beita þeim af skynsemi í vinnu (Knifton, Watson, Besten, Grundemann og Dijkman, 2009). Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) leggur áherslu á mikilvægi geðheilsu og velferðar og á forvarnir geðsjúkdóma á vinnustað. Auðvelt er að útskýra ástæðurnar. Á heimsvísu eru geðraskanir leiðandi ástæða örorku. Í sumum hátekjulöndum má rekja allt að 40% örorku til geðraskana. Í Evrópu, er þunglyndi aðalorsök örorku í 13.7% tilfella en áfengi og aukaverkanir þess eru í öðru sæti með 6,2%. Því er ekki að undra að stefnumótandi aðilar hafi áhyggjur af áhrifum geðraskana á þjóðfélög og efnahagslíf (Baumann, Muijen og Gaebel, 2010). Heildaralgengi geðraskana á Íslandi er talið vera 22%. Samkvæmt því má gera ráð fyrir að um 50 þúsund Íslendingar, fimm ára og eldri, þjáist af einhvers konar geðröskun á hverjum tíma (Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 2000). Atvinna, atvinnuleysi og sérstakar aðstæður á vinnustað hafa mikil áhrif á geðheilsu og notkun geðheilbrigðisþjónustu. Vinnustaðir eru í lykilað- stöðu fyrir geðrækt og heilsueflingu. Geðrækt á vinnustað snýst meðal annars um heilsusamlegt og hvetjandi starfsumhverfi, gott skipulag, jákvæðni og virðingu og hún er til þess fallin að efla samhug. Geðrækt felur einnig í sér að vel sé hugað að þeim sem finna fyrir einkennum þunglyndis eða annarri andlegri vanlíðan. Það ætti því að hvetja atvinnurekendur til að innleiða geðrækt í stefnu sinni um heilbrigði og öryggi á vinnustað (Lavikainen, Lahtinen og Lehtinen, 2001). Geðraskanir geta hitt sérhvern mann fyrir, hvenær sem er ævinnar, en með stuðningi ná flestir bata. Vinnan í takt við lífið Alda Ásgeirsdóttir ráðgjafi hjá VIRK Evrópska samstarfsnetið um heilsueflingu á vinnustöðum stóð að verkefni sem kallast Vinna í takt við lífið eða „Work in tune with life“. Þessi grein er byggð að hluta til á þessu verkefni og þeim gögnum sem voru unnin í tengslum við það.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.